Systur taka við rekstri Litlu kaffistofunnar

Systurnar Ásdís og Hallveig Höskuldsdætur.
Systurnar Ásdís og Hallveig Höskuldsdætur. Árni Sæberg

Um mánaðar­mót­in taka syst­urn­ar Ásdís og Hall­veig Hösk­ulds­dæt­ur við rekstri Litlu kaffi­stof­unn­ar á Sand­skeiði af Stefáni Þormari Guðmunds­syni sem hef­ur rekið staðinn í tæp­lega ald­ar­fjórðung eða frá ár­inu 1992. Voru syst­urn­ar vald­ar úr hópi tæp­lega 100 um­sækj­enda, en það er Olís sem á staðinn og samdi um rekst­ur­inn við þær til næstu fimm ára.

Áfram með súp­urn­ar og smurða brauðið

„Við ætl­um ekki að breyta miklu, held­ur halda okk­ur við súp­urn­ar og smurða brauðið,“ seg­ir Ásdís í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ir rekst­ur sem þenn­an hafa verið hug­ar­efni þeirra systra í nokk­urn tíma, en áður hafa þær komið að rekstri fjölda slíkra staða.

Litla kaffi­stof­an hef­ur verið rómaður áfangastaður ferðalanga í rúm­lega hálfa öld og Ásdís seg­ir að þær sé meðvitaðar um að það sé erfitt að fara í þessa skó. Það var Ólína Sig­valda­dótt­ir sem setti upp veit­ingastaðinn árið 1960, en Stefán sem rek­ur staðinn núna tók við rekstr­in­um árið 1992.

Áhersla á heim­il­is­legt og hlý­legt yf­ir­bragð

Á þeim 24 árum sem hann og fjöl­skylda hans hafa stýrt Litlu kaffi­stof­unni hef­ur að öðru ólöstuðu mikið og veg­legt fót­bolta­safn sett hvað mest­an svip á staðinn. Hvort sem um er að ræða fót­bolta­úrklipp­ur úr blöðum, fána fé­lagsliða víða um heim eða mynd­ir af helsta fót­bolta­fólki þjóðar­inn­ar, þá má gera ráð fyr­ir því að hægt sé að finna það á veggj­um staðar­ins.

Ásdís seg­ir að safnið muni fara með Stefáni, en að öðru leyti verði haldið í heim­il­is­legt og hlý­legt yf­ir­bragð. Seg­ir Ásdís að lögð verði áhersla á að heiðra sögu þeirra sem voru á und­an þeim. Áfram verði boðið upp á súp­ur, meðal ann­ars alltaf kjötsúpu og þá verði smurða brauðið og bakk­elsi áfram á boðstól­um. Seg­ir hún að þær hugi einnig að því að bæta við morg­un­mat, sækja um vín­veit­inga­leyfi og bæta við kaffiþjón­ustu frá Kaffitári, þó áfram verði gamla góða kaffið í boði. „Við ætl­um ekki að rugga bátn­um of mikið,“ seg­ir Ásdís og hlær.

Mik­il reynsla úr veit­ing­a­rekstri við þjóðveg­inn

Varðandi að halda í heim­il­is­lega stemn­ingu seg­ir Ásdís að þær séu báðar komn­ar yfir fimm­tugt og eigi  börn sem þær muni ör­ugg­lega leita til varðandi starfs­and­ann á staðnum. Þá langi þær einnig til að vinna með kon­um á svipuðum aldri og þær, en Ásdís seg­ir að oft geti kon­um þegar þær kom­ist á þenn­an ald­ur reynst erfitt að fá vinnu.

Ásdís hef­ur áður verið í hót­el- og veit­inga­geir­an­um bæði hjá Eddu­hót­el­um og í Staðarskála auk þess sem hún var rekstr­ar­stjóri Domni­os í fjög­ur ár. Í dag er hún í eig­in rekstri með heild­sölu. Hall­veig hef­ur einnig mikla reynslu úr þess­um geira, en hún og fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar hófu störf hjá tengda­for­eldr­um henn­ar, Pétri Geirs­syni og Hlíf Steins­dótt­ur, sem áttu bæði Botns­skála og Hreðavatns­skála. Árið 1991 tóku þau við rekstri Hreðavatns­skála í nokk­ur ár og í kjöl­farið af þeim rekstri starfaði Hall­vegi bæði í Brú og í Staðarskála. Seg­ir Ásdís að þær séu því að nokkru leyti upp­al­d­ar í þess­um rekstri.

Aðspurð hvort að það sé ekki fæl­andi hugs­un að reka veit­inga­sölu á stað sem er þekkt­ur fyr­ir veðurofsa á vet­urna og að vera skjól fyr­ir veðurteppta ferðalanga seg­ir Ásdís það síður en svo ýta þeim í burtu. Seg­ir hún að þær séu ald­ar upp úti á landi þar sem þær hafi snemma kynnst því að þurfa að berj­ast yfir heiðar og standa slíku veseni.

Litla kaffistofan hefur verið vinsæll áningastaður ferðafólks síðan 1960.
Litla kaffi­stof­an hef­ur verið vin­sæll án­ingastaður ferðafólks síðan 1960. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK