Playboy til sölu

AFP

Verið er að kanna með sölu á banda­ríska fyr­ir­tæk­inu Play­boy Enterprises, sam­kvæmt frétt­um Wall Street Journal og Fin­ancial Times. Talið er að yfir hálf millj­ón Banda­ríkja­dala, 63 millj­arðar króna, fá­ist fyr­ir fyr­ir­tækið sem meðal ann­ars gef­ur út Play­boy tíma­ritið. 

Í frétt­um WSJ og FT kem­ur fram að eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafi byrjað að þreifa fyr­ir sér með mögu­lega sölu eft­ir að hætt var að birta nekt­ar­mynd­ir í Play­boy tíma­rit­inu. Les­end­um blaðsins hef­ur fækkað mjög mikið, í 800 þúsund ein­tök úr 5,6 millj­ón­um árið 1975.

Það er fjár­fest­ing­ar­bank­inn Moel­is & Co sem mun ann­ast söl­una. Hugh Hefner stofnaði Play­boy árið 1953 og það var leik­kon­an Mari­lyn Mon­roe sem var á miðopnu blaðsins und­ir fyr­ir­sögn­inni „Playm­a­te of the Month“ eða leik­fang mánaðar­ins. Blaðið náði mikl­um vin­sæld­um og merki Play­boy fór víða.

En fjár­hags­staða fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur ekki verið gerð op­in­ber í tals­verðan tíma eða allt frá því Hefner og fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tækið Rizvi Tra­verse Mana­gement keyptu út aðra hlut­hafa árið 2011. Þegar það var þá var fyr­ir­tækið metið á 207 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK