Playboy til sölu

AFP

Verið er að kanna með sölu á bandaríska fyrirtækinu Playboy Enterprises, samkvæmt fréttum Wall Street Journal og Financial Times. Talið er að yfir hálf milljón Bandaríkjadala, 63 milljarðar króna, fáist fyrir fyrirtækið sem meðal annars gefur út Playboy tímaritið. 

Í fréttum WSJ og FT kemur fram að eigendur fyrirtækisins hafi byrjað að þreifa fyrir sér með mögulega sölu eftir að hætt var að birta nektarmyndir í Playboy tímaritinu. Lesendum blaðsins hefur fækkað mjög mikið, í 800 þúsund eintök úr 5,6 milljónum árið 1975.

Það er fjárfestingarbankinn Moelis & Co sem mun annast söluna. Hugh Hefner stofnaði Playboy árið 1953 og það var leikkonan Marilyn Monroe sem var á miðopnu blaðsins undir fyrirsögninni „Playmate of the Month“ eða leikfang mánaðarins. Blaðið náði miklum vinsældum og merki Playboy fór víða.

En fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur ekki verið gerð opinber í talsverðan tíma eða allt frá því Hefner og fjárfestingarfyrirtækið Rizvi Traverse Management keyptu út aðra hluthafa árið 2011. Þegar það var þá var fyrirtækið metið á 207 milljónir Bandaríkjadala. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK