Samfylking ræðir vantrauststillögu

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég get vel skilið von­brigði fólks með að upp­lýs­ing­um hafi verið leynt og tel þetta rök­rétt viðbrögð í þeim aðstæðum,“ seg­ir Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um kröf­ur um af­sögn for­sæt­is­ráðherra og mögu­lega van­traust­stil­lögu.

Hann seg­ir hug­mynd­ir um van­traust­stil­lögu hafa verið rædd­ar al­mennt á meðal stjórn­ar­and­stöðunn­ar og verða næstu skref tek­in í sam­ein­ingu. Farið verður form­lega yfir málið á næsta þing­flokks­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í byrj­un næstu viku en í millitíðinni verður farið yfir málið á al­menn­um nót­um.

„Það er ým­is­legt sem kem­ur upp í hug­ann og ekki bara van­traust. Við þurf­um að fara yfir þetta allt sam­an,“ seg­ir Árni. Aðspurður hvað fleira komi þarna til skoðunar seg­ir Árni að fara þurfi yfir skýr­ing­ar for­sæt­is­ráðherra og at­huga hvort þær stand­ist skoðun.

„Þær hafa að hluta til svarað spurn­ing­um en að öðru leyti vakið upp nýj­ar. Við þurf­um að gefa okk­ur tíma til þess að fara yfir þetta.“

For­sæt­is­ráðherra hlýt­ur að svara á Alþingi

Aðspurður hvort hann myndi sjálf­ur styðja van­traust­stil­lögu seg­ir hann ýms­um spurn­ing­um ennþá ósvarað.

Aðspurður hvort hann geti tekið und­ir kröf­ur um af­sögn seg­ist hann aldrei hafa viljað þessa rík­is­stjórn við völd. „Ég vil gjarn­an að hún fari sem allra fyrst.“

Hvað af­sögn vegna þessa ein­staka máls varðar seg­ir hann að minnsta kosti eðli­legt að ræða það á Alþingi. „Ég gef mér að for­sæt­is­ráðherra sé til­bú­inn að færa þar fram svör. Ég held að við þurf­um síðan í fram­hald­inu að taka þetta mál skref fyr­ir skref.“

Næsti þing­fund­ur verður mánu­dag­inn 4. apríl nk.

Árni Páll reiknar með að Sigmundur Davíð muni svara spurningum …
Árni Páll reikn­ar með að Sig­mund­ur Davíð muni svara spurn­ing­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar á Alþingi. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK