Séreign getur myndast með arfi

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundur Davíðs Gunnlaugsson forsætisráðherra, á félagið …
Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundur Davíðs Gunnlaugsson forsætisráðherra, á félagið Wintris sem skráð er á Tortóla. mbl.is/Steinþór Guðbjartsson

Kaupmáli þarf ekki að vera til staðar milli hjóna til þess að eign annars þeirra geti talist séreign í hjúskap. Þegar um arf er að ræða, líkt og haldið hefur verið fram um eignir eiginkonu forsætisráðherra, getur hann verið gerður að séreign í erfðaskrá.

Kvennablaðið greindi frá því í dag að enginn kaupmáli milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur væri skráður í kaupmálabækur sýslumanna. Þetta fékkst staðfest hjá einstaka sýslumannsembættum og allsherjarskráningu kaupmála sem Sýslumaðurinn á Vesturlandi heldur utan um.

Ástæðan fyrir þessari athugun er að Anna Sigurlaug og Sigmundur Davíð hafa lagt áherslu á að eignir félagsins og kröfuhafans Wintris Inc. séu hennar sér­eignir og að félagið haldi utan um hennar fjölskylduarf. Þess vegna hafi t.d. ekki verið upplýsingar um félagið í hagsmunaskráningu Alþingis.

Veit ekki efni erfðaskránna

Hrefna Friðriksdóttir, dósent í sifja- og erfðarétti við Háskóla Íslands, segir alveg ljóst að hjón geti átt séreignir þrátt fyrir að enginn kaupmáli sé til staðar. „Miðað við það sem hefur komið fram í fréttum er þetta að uppruna til arfur og sá sem arfleiðir má gera eign að séreign,“ segir hún og bætir við að erfðaskrár séu hins vegar ekki aðgengilegar neinum og er því ekki hægt að fá það staðfest að fyrirkomulagið sé með þessum hætti.

Aðspurður um málið segist Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, ekki vita hvað sé að finna í erfðaskrám hjónanna. Ekki vildi hann bera spurninguna undir forsætisráðherra og sagði hann ekki vilja svara spurningum um málið opinberlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK