Dregið verulega úr Lundúnaflugi

Flugvöllurinn á Egilsstöðum.
Flugvöllurinn á Egilsstöðum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Til stóð að bjóða upp á reglulegt flug til Egilsstaða frá höfuðborg Bretlands frá vori og fram á haust. Stór hluti ferðanna hefur hins vegar verið felldur niður og farþegum stendur til boða að fá breytta ferðaáætlun.

Túristi greinir frá þessu Í byrjun þessa vetrar tilkynntu forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Discover the World að í sumar yrði beint flug milli London Gatwick flugvallar og Egilsstaða í boði.

Til stóð að starfrækja þessa flugleið frá lokum maí og út september og fara átti tvær ferðir í viku.

Nú hafa forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar hins vegar ákveðið að draga verulega úr þessum áformum og fækka ferðunum úr 35 í níu og verða þær allar í júlí og ágúst. Farþegar sem áttu bókað flug í ferðir sem felldar verða niður fá boð um breytta áætlun.

Of bjartsýn áætlun

Í samtali við Túrista segir Clive Stacey, forstjóri og stofnandi Discover the World, að viðtökurnar hafi verið frekar dræmar.

„Eftir á að hyggja hefðum við átt að bjóða upp á styttri flugáætlun strax frá upphafi þar sem hugmyndin um beint flug til Egilsstaða hefur ekki fengið eins mikinn hljómgrunn og við áttum von á,” segir hann.

Að sögn Stacey skrifast þetta meðal annars á þá staðreynd að Bretar sem hyggjast ferðast til Íslands vilja fara Gullna hringinn og heimsækja Reykjavík og Bláa lónið.

Flug til Egilsstaða fellur því ekki nógu vel að ferðaplönunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK