Verulegt skattahagræði hjá Vilhjálmi

Vilhjálmur Þorsteinsson.
Vilhjálmur Þorsteinsson. Ljósmynd/Vilhjálmur Þorsteinsson

Félagið Meson Holding S.A. sem Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, átti í Lúxemborg naut verulegs skattahagræðis og var skattfrjálst að mestu.

Líkt og fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag var félagið svokallað 1929-félag en það þýðir að félagið var stofnað á grundvelli löggjafar um eignarhaldsfélög frá árinu 1929.

Í mars 2010 var hlutverk félagsins hins vegar endurskilgreint og virðist það hafa haldið því skipulagi síðan. 

Frétt mbl.is: Á þremur aflandseyjum

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins um 1929-félög kemur fram að félögin sem féllu undir ákvæði laganna greiddu ekki tekjuskatt heldur einungis árlegt gjald sem nam 0,2% af eigin fé félagsins. Hagnaður skipti þar ekki máli.

Þá var ekki haldið eftir afdráttarskatti þegar arður var greiddur út úr félaginu en það er skattur sem greiddur er hér á landi vegna tekna erlendra aðila.

Lögunum í Lúxemborg var hins vegar breytt eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins taldi fyrirkomulagið ósamrýmanlegt lögum ESB. Breytingarnar tóku gildi í ársbyrjun 2007 en félög sem voru stofnuð fyrir þann tíma nutu skattfríðindanna fram til ársloka 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK