Dorrit vildi út í geim

Dorrit Moussaieff og Richard Branson eru góðvinir til margra ára.
Dorrit Moussaieff og Richard Branson eru góðvinir til margra ára.

Það var ekki eig­in­kona for­sæt­is­ráðherra sem hafði sam­band við Rich­ard Bran­son vegna mögu­legr­ar geim­ferðar. Það var Dor­rit Moussai­eff for­setafrú.

Í svari við fyr­ir­spurn mbl seg­ir Örn­ólf­ur Thors­son, for­seta­rit­ari að Rich­ard Bran­son sé góðvin­ur Dor­rit­ar sem hún hafi þekkt í lang­an tíma.

„Sama dag og hið hörmu­lega slys varð fyr­ir fá­ein­um árum sendi hún hon­um hug­hreyst­andi kveðju og ræddi svo við hann í síma. Hún sagðist myndu hafa gam­an af því að fara í geim­ferð þó hún væri ekki að bóka slíka ferð,“ seg­ir Örn­ólf­ur.

Hún teldi að vís­indi al­mennt og heil­brigðis­vís­indi sér­stak­lega hefðu á marg­vís­leg­an hátt notið góðs af tækni­leg­um fram­förum sem orðið hefðu við þróun geim­ferða.

Millj­arðamær­ing­ur­inn og stofn­andi geim­ferðafyr­ir­tæk­is­ins Virig­in Galactic sagði í viðtali við Daily Mail hinn 26. mars sl. að eig­in­kona for­sæt­is­ráðherra hefði sýnt geim­ferðum áhuga.

Blaðamaður staðfest­ir frá­sögn­ina

Mbl hafði sam­band við blaðamann­inn Cole Mor­et­on sem tók viðtalið fyr­ir Daily Mail. Mor­et­on fór yfir end­ur­rit af sam­skipt­um sín­um við Bran­son og staðfesti að frá­sögn­in hefði verið með þess­um hætti.  „Eig­in­kona for­sæt­is­ráðherra Íslands hringdi í mig dag­inn eft­ir slysið og sagði: „Ég vil skrá mig til að kom­ast út í geim.“ 

Með um­ræddu slysi er átt við þegar geim­ferj­an SpaceS­hipTwo í eigu Virg­in hrapaði í til­rauna­flugi yfir Moja­ve-eyðimörk­inni í Kali­forn­íu með þeim af­leiðing­um að ann­ar flugmaður­inn lést.

Frá­sögn­in hjá Daily Mail var tek­in upp í frétt á Vísi fyrr í dag og birti Sig­mund­ur Davíð færslu á Face­book í kjöl­farið og mót­mælti sög­unni. „Nú hef­ur vit­leys­an hins veg­ar náð stjarn­fræðileg­um hæðum. Í frétt á Vísi er full­yrt að eig­in­kona mín hafi pantað sér ferð út í geim! Ég þurfti að lesa þetta fimm sinn­um og at­huga jafn oft hvort ég væri að lesa pist­il á grínsíðu eða frétt­asíðu.“

Sam­kvæmt for­seta­rit­ar­an­um virðist forundr­an Sig­mund­ar eiga rétt á sér þar sem það var í raun Dor­rit sem sýndi geim­ferðinni áhuga, en ekki Anna Sig­ur­laug, eig­in­kona Sig­mund­ar.

Geim­far­arn­ir hitt­ast reglu­lega

At­hafnamaður­inn Gísli Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Even, er eini Íslend­ing­ur­inn sem hef­ur þegar bókað miða með Virg­in Galactic út í geim. Hann hafði ekki heyrt af áhuga Dor­rit­ar þegar mbl hafði sam­band en benti þó á að Bran­son og Dor­rit væru góðir vin­ir.

Hann seg­ir frétt­ir af fyr­ir­spurn Önnu Sig­ur­laug­ar jafn­framt hafa komið sér á óvart. „Við sem erum að fara úti í geim hitt­umst reglu­lega og sækj­um viðburði hér og þar um heim­inn. Þetta er sama fólkið sem maður hitt­ir aft­ur og aft­ur og ég hefði lík­lega heyrt af öðrum Íslend­ingi.“

Frétt mbl.is: „Hvar end­ar þessi vit­leysa eig­in­lega“

Anna Sigurlaug sýndi geimferðum ekki áhuga. Það var hún Dorrit …
Anna Sig­ur­laug sýndi geim­ferðum ekki áhuga. Það var hún Dor­rit sem gerði það. Morg­un­blaðið/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK