Kolbeinn Árnason lætur af störfum

Kolbeinn Árnason.
Kolbeinn Árnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og hverfa til annarra starfa á nýjum vettvangi. 

Kolbeinn leiddi sameiningu hagsmunasamtaka innan sjávarútvegsins og varð fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem stofnuð voru 31. október 2014. 

Kolbeinn er lögfræðingur að mennt. Hann starfaði um árabil í sjávarútvegsráðuneytinu sem skrifstofustjóri og síðar sem fulltrúi þess í Brussel. Hann var lögfræðingur hjá Kaupþingi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings.

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, mun stýra skrifstofu samtakanna þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK