Útlitið er ekki alveg svart

Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School …
Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics (LSE). Rósa Braga

Íslend­ing­ar leggja of mikla áherslu á magn mennt­un­ar en of litla á gæðin. Stjórn­völd ættu að reyna lág­marka sölu­hagnað við einka­væðingu á bönk­un­um og vaxta­ákv­arðanir í sam­ræmi við verðbólgu­mark­mið eru ekki sniðugar á Íslandi. Þetta eru nokkr­ar af hug­leiðing­um Jóns Daní­els­son­ar, pró­fess­ors í hag­fræði við London School of Economics, um ís­lenskt efna­hags­líf.

Jón var með er­indi á árs­fundi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í dag und­ir yf­ir­skrift­inni „Framtíðarríkið Ísland: Pen­inga­stefna og rík­is­fjár­mál“. Jóni tókst að snerta á flest­um mál­efn­um í stuttu er­indi og koma með fjöl­marg­ar ábend­ing­ar til ís­lenskra stjórn­valda.

Þarf að fjár­festa í mannauðinum

Þegar litið er til síðustu 55 ára sit­ur Ísland í 6. sæti yfir áhættu­söm­ustu þjóðir OECD. Jón sagði áfallið eft­ir áhættu þó ekki skipta höfuðmáli. Viðbrögðin þar á eft­ir eru aðal­málið.

Hann benti á að hag­vöxt­inn á Íslandi mætti rekja til auðlinda á borð við fisks­ins, túr­ism­ans og áls­ins. Hag­vöxt­ur­inn er ekki vegna mannauðsins.

Ávöxt­un vegna mennt­un­ar er minnst á Íslandi þegar litið er til Evr­ópu. Það borg­ar sig frek­ar að hætta námi á Íslandi en að halda því áfram. Það skil­ar meiri tekj­um. Þetta á ekki við í neinu öðru Evr­ópu­landi. Jón sagði nem­end­ur sína í London fá svipuð laun við út­skrift og ís­lensk­ir jafn­ingj­ar þeirra. Eft­ir tutt­ugu ár get­ur sá sem er í London hins veg­ar reiknað með að vera með fimm­falt hærri laun en sá sem held­ur sig á Íslandi. Þetta er vegna þess að Íslend­ing­ar leggja of mikla áherslu á magn mennt­un­ar en ekki gæði henn­ar, seg­ir Jón.

„Kannski er þetta allt í lagi,“ sagði Jón og bætti við að Ísland hefði verið með rík­ari þjóðum frá því hann sjálf­ur kom í heim­inn. „Kannski er þetta í lagi ef við vilj­um ekki stöðug­leika,“ sagði hann. 

Lág­marka skamm­tíma­hagnað

Jón ræddi um fyr­ir­hugaða einka­væðingu bank­anna og sagði stjórn­völd hafa tvo mögu­leika. Ann­ars veg­ar að há­marka hagnað af einka­væðing­unni sjálfri eða há­marka framtíðar efna­hags­leg­an ávinn­ing. Stjórn­völd standi nú frammi fyr­ir ein­stöku tæki­færi til að auka fjöl­breytni og stuðla að auk­inni sam­keppni á fjár­mála­markaði. Það gæti skilað aukn­um skatt­tekj­um og fjöl­breytt­ara at­vinnu­lífi til framtíðar.

Hvað rík­is­fjár­mál­in varðar sagði Jón að stefn­an hafi verið skyn­söm á liðnum árum. Legg­ur hann til að Íslend­ing­ar gangi einu skrefi lengra og setji upp sjóð sem lagt er í þegar vel geng­ur og notaður er til fjár­fest­inga er­lend­is. Úr hon­um sé hægt að taka þegar illa geng­ur. Þetta sé víða gert hjá litl­um lönd­um til að vega á móti sveifl­um í efna­hags­líf­inu og til þess fallið að stuðla að meiri stöðug­leika.

Vill lægri vexti

Að lok­um gerði hann at­huga­semd við ís­lenska vaxta­stjórn­un sem er fram­kvæmd í tengsl­um við verðbólgu­mark­mið. „Hug­mynd­in er sú að hærri vext­ir draga úr at­vinnu­starf­semi og verðbólgu. Lægri vext­ir virka í hina átt­ina. Svona lík­an virk­ar mjög vel á stór lönd líkt og Banda­rík­in þar sem inn­flæði fjár­magns skipt­ir ekki máli.“

Að vera með jöfnu sem þessa sé hins veg­ar óráð á Íslandi. Þegar vext­ir eru hækkaðir flæða pen­ing­ar inn til lands­ins og það eyk­ur þenslu. „Vext­ir eru of háir á Íslandi og hafa verið of háir. Ein stærsta ástæða hruns­ins árið 2008 er pen­inga­stefn­an fyr­ir hrunið og að vext­ir hafi verið of háir,“ sagði Jón. „Ég skil ekki af hverju vext­ir eru jafn háir og þeir eru í dag og skil alls ekki af hverju þeir voru svona háir eft­ir hrun,“ sagði Jón.

Hann sagði lægri vexti góða leið til að tak­marka fjár­magns­inn­flæði. „Þegar þú ert með lægri vexti er minni ávinn­ing­ur af því að koma með pen­ing­ana.“

Bindiskylda sniðug á Íslandi

Hann tel­ur skyn­sam­legra að nota t.d. vaxta­lausa bindiskyldu sem stjórn­tæki. „Bindiskylda hef­ur vont orð á sér meðal hag­fræðinga,“ sagði Jón og vísaði til þess að hún virk­ar illa á stór hag­kerfi líkt og Banda­rík­in sem eru til­tölu­lega flók­in. Bindiskylda virki hins veg­ar vel í litlu og ein­földu hag­kerfi líkt og á Íslandi. 

Annað sem hef­ur verið rætt um er að nota eigið fé banka sem stjórn­tæki fyr­ir pen­inga­stefnu; þ.e. að auka eig­in­fjár­kröf­ur bank­anna til að stjórna pen­inga­magn­inu í um­ferð. Jóni hugn­ast þetta ekki. „Það er óráðlegt að gera slíkt vegna þess að þá er sama stjórn­tækið, þ.e. eigið fé banka, notað fyr­ir pen­inga­stefnu, þjóðhags­varúð og eind­ar­varúð,“ sagði hann.

Seðlabank­inn á ekki að vera lög­regla

Þá tel­ur hann girðing­ar gegn inn­flæði ekki vera sniðugar. Auðvelt er að kom­ast fram hjá þeim og stjórn­völd þurfa stórt og mikið eft­ir­lit­s­kerfi til að hindra það.

Þegar Seðlabank­inn þurfi að starfa sem lög­regla á markaði gref­ur það und­an trú­verðug­leika stofn­un­ar­inn­ar og minnk­ar mögu­leika henn­ar á að fram­fylgja trú­verðugri pen­inga­stefnu.

Óstöðug­leiki eða ekki?

„Þegar við hugs­um til framtíðar get­um við verið með áfram­hald­andi óstöðug­leika. Og þetta er ekki eins svart og menn kannski halda,“ sagði Jón létt­ur í lok­in. „Við búum í landi sem er eitt rík­asta land í heimi hvort eð er. Ísland mun áfram verða ríkt.“

„Það er vanda­mál hvað ávöxt­un á mennt­un er lít­il. En á móti kem­ur að marg­ir myndu segja það vera gott vegna þess að það stuðlar að jöfnuði. En við mun­um missa fólk úr landi og við mun­um missa fyr­ir­tæki til út­landa. Kannski verðum við þá hepp­in og finn­um nýj­ar auðlind­ir og verðum áfram mjög rík.“

„Við get­um líka valið lang­tíma­stöðug­leika­stefnu sem ég held að muni skila meiri og auðug­ari hag­vexti. Meira ör­yggi fyr­ir Ísland og búa til hærri ávöxt­un á mennt­un sem leyf­ir fólki að vera áfram á Íslandi auk þess að skapa for­send­ur fyr­ir há­tækniiðnað,“ sagði Jón Daní­els­son.

Íslendingar þurfa að leggja meiri áherslu á gæði menntunar.
Íslend­ing­ar þurfa að leggja meiri áherslu á gæði mennt­un­ar. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Stjórnvöld ættu að huga að langtímamarkmiði sínu við einkavæðingu bankanna.
Stjórn­völd ættu að huga að lang­tíma­mark­miði sínu við einka­væðingu bank­anna. Sam­sett mynd/​Eggert
Jón segir Seðlabankann ekki eiga að starfa sem lögreglu.
Jón seg­ir Seðlabank­ann ekki eiga að starfa sem lög­reglu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Halda þarf hugviti á Íslandi til að byggja upp hluti …
Halda þarf hug­viti á Íslandi til að byggja upp hluti á borð við há­tækniðnað.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK