Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri á Akureyri, er nýr formaður stjórnar Landsnets. Hún tekur við af Geir A. Gunnlaugssyni, fyrrverandi forstjóra Marels og Sæplasts/Promens.
Hann lætur af störfum að eigin ósk eftir að hafa gegnt formennsku í stjórn Landsnets sl. fimm ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsneti. Sigrún var kjörin á aðalfundi Landsnets í gær.
Jafnframt voru Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika, og Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, endurkjörin í stjórn og Svava Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Strategíu, var endurkjörin varamaður í stjórn.
Þá kemur fram á heimasíðu Landsnets að á aðalfundinum hafi ársreikningur ársins 2015 einnig verið samþykktur, sem og 400 milljóna arðgreiðsla til eigenda fyrirtækisins eða sem nemur 10% af hagnaði síðasta árs.
„Þetta er í fyrsta sinn sem Landsnet greiðir eigendum sínum arð á þeim rúma áratug sem fyrirtækið hefur starfað.“