Fjalar markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar

Fjalar Sigurðarson
Fjalar Sigurðarson

Fjal­ar Sig­urðar­son hef­ur verið ráðinn markaðsstjóri Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar Íslands.

Fjal­ar lauk MBA gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík árið 2010 og hef­ur verið starf­andi sem ráðgjafi í markaðs- og kynn­ing­ar­mál­um um ára­bil. Fjal­ar hef­ur um­tals­verða reynslu af markaðsmá­l­um og úr tækni­geir­an­um og var á meðal frum­kvöðla í hag­nýt­ingu In­ter­nets­ins í viðskipt­um hér­lend­is. Hann á einnig að baki fjöl­breytt­an fer­il í ýms­um fjöl­miðlum, s.s. á  RÚV, Stöð 2 og Skjá ein­um. Kona Fjalars er Arna Sig­urðardótt­ir, starfsmaður Héraðssak­sókn­ara og eiga þau fjög­ur börn.

Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands heyr­ir und­ir at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti og starfar eft­ir lög­um um op­in­ber­an stuðning við tækni­rann­sókn­ir, ný­sköp­un og at­vinnuþróun.

Starf­semi Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar skipt­ist í tvö meg­in­svið, ann­ar­s­veg­ar stuðning við frum­kvöðla og fyr­ir­tæki og hins­veg­ar tækni­rann­sókn­ir og ráðgjöf.

For­stjóri Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar Íslands er pró­fess­or Þor­steinn Ingi Sig­fús­son. Stöðugildi við stofn­un­ina eru rúm­lega átta­tíu tals­ins og er starf­sem­in rek­in frá sjö starfs­stöðvum á land­inu.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK