Fjalar markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar

Fjalar Sigurðarson
Fjalar Sigurðarson

Fjalar Sigurðarson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Fjalar lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og hefur verið starfandi sem ráðgjafi í markaðs- og kynningarmálum um árabil. Fjalar hefur umtalsverða reynslu af markaðsmálum og úr tæknigeiranum og var á meðal frumkvöðla í hagnýtingu Internetsins í viðskiptum hérlendis. Hann á einnig að baki fjölbreyttan feril í ýmsum fjölmiðlum, s.s. á  RÚV, Stöð 2 og Skjá einum. Kona Fjalars er Arna Sigurðardóttir, starfsmaður Héraðssaksóknara og eiga þau fjögur börn.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og starfar eftir lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

Starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar skiptist í tvö meginsvið, annarsvegar stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki og hinsvegar tæknirannsóknir og ráðgjöf.

Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er prófessor Þorsteinn Ingi Sigfússon. Stöðugildi við stofnunina eru rúmlega áttatíu talsins og er starfsemin rekin frá sjö starfsstöðvum á landinu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK