Hagstætt fyrir fjölskyldu í Grímsnesi

Séð yfir Grímsnesið.
Séð yfir Grímsnesið.

Hagstæðast er fyrir íslenska vísitölufjölskyldu sem telur foreldra og tvö börn að búa í Grímsnes- og Grafningshreppi en óhagstæðast er að búa á Grundarfirði. Reykjavík er í 13. sæti yfir hagstæðustu sveitafélög landsins fyrir fjölskylduna.

Viðskiptaráð hefur opnað nýjan örvef þar sem fólki gefst kostur á að bera saman kostnaðinn við að búa í ólíkum sveitarfélögum.

Frétt mbl.is: Hvar er best að búa? 

Á vefnum má sjá yfirlit yfir skatta, gjöld og skuldir sveitarfélaganna. Einnig má bera niðurstöður saman við landsmeðaltal og stilla upp samanburði milli ákveðinna sveitarfélaga. Með opnun vefsins vill Viðskiptaráð auka gagnsæi um skattheimtu, gjöld og skuldsetningu á sveitarstjórnarstigi.

Í dæminu með vísitölufjölskylduna sem nefnt er hér að ofan eru:

  • Samanlögð laun foreldranna eru ein milljón króna mánuði fyrir skatt
  • Annað barnið er á leikskóla og hitt í grunnskóla
  • Fjölskyldan býr í 100 fermetra íbúð í Reykjavík

Hér má skoða vefinn nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka