Spotify hótar flutningum frá Svíþjóð

Daniel Ek, framkvæmdastjóri Spotify.
Daniel Ek, framkvæmdastjóri Spotify. AFP

Stofnendur sænsku tónlistarveitunnar hóta því að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins til New York ef sænsk yfirvöld gera nýsköpunarumhverfið ekki þægilegra. Þúsundir starfa gætu þar með færst yfir til Bandaríkjanna frá Svíþjóð segja stofnendurnir Daniel Ek og Martin Lorentzon í grein á vefsíðunni Medium.

Þeir segjast elska Svíþjóð og telja umhverfið í rauninni vera það besta fyrir fyrirtækið. Hins vegar hverfi pólitískar hindranir ekki sjálfkrafa.

Um 850 manns starfa í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Stokkhólmi og um eitt þúsund til viðbótar á þrjátíu skrifstofum víðs vegar um heim.

Vandamálið er í raun þríþætt að mati Ek og Lorentzon en það snýr að húsnæði, menntun og kaupréttum.

Í fyrsta lagi segja þeir erfitt að ráða erlenda sérfræðinga vegna húsnæðisskorts í borgini. Mjög erfitt er að fá leiguíbúðir í Stokkhólmi og getur allt að tíu ára bið verið eftir réttu leiguhúsnæði. 

CNN Money sendi fyrirspurn á KarinWanngard, borgarstjóra Stokkhólms, vegna athugasemdaSpotify og benti hún á að yfirvöld væru að reyna leysa vandann með nýbyggingum.

AFP

Endurskoða reglur um kauprétti

Hvað menntun varðar segja stofnendur Spoity verulegan skort á forriturum og þá sérstaklega af kvenkyni. Að þeirra mati ætti að leggja meiri áherslu á tölvumenntun í skólum. 

Borgarstjórinn segir að yfirvöld séu þegar að vinna að þessu og að forritunarkennsla allt frá tíu ára aldri sé orðin hluti af námskrá nokkurra skóla. Þessu hafi verið komið á eftir ábendingar frá Spotify.

Í þriðja lagi segja þeir erfitt að fá hæfileikaríkt starfólks vegna strangrar löggjafar og hárra skatta af kaupréttargreiðslum. 

Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki hafa sprottið upp í Svíþjóð og má þar t.d. nefna King, framleiðanda Candy Crush leiksins, IKEA, H&M og Soundcloud.

Í samtali við CNN segist Mans Ulvestam, stofnandi netútvarpsins Acast, vera ósammála flestu því sem fram kemur í kvörtun Spotify. Hann telur tækni- og tölvumenntun góða í Svíþjóð og bendir á að húsnæðismarkaðurinn í New York sé engu skárri. Hins vegar mættu yfirvöld endurskoða reglur um kauprétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK