World Class í Norðurturninn

Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Björn …
Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur World Class.

World Class mun opna nýja 2.000 fm heilsuræktarstöð í Norðurturninum við Smáralind í ágúst. Stöðin í Smáralind verður þrefalt stærri en sú sem World Class rekur skammt frá í Turninum við Smáratorg, en henni verður lokað síðar í sumar.

Stöðvar World Class verða því ellefu talsins þegar stöðin í Breiðholti verður opnuð í sumar; tíu á höfuðborgarsvæðinu og ein á Selfossi.

Þrír æfingarsalir og tækjasalur

World Class leigir húsnæðið í Norðurturninum af fasteignafélaginu Regin en um er að ræða móttöku, heita potta, gufuböð, stóran tækjasal, þrjá æfingasali og slökunarrými auk búningaaðstöðu. Korthafar World Class sem kjósa að æfa í Kópavogi fá nú umtalsvert betri aðstöðu. Gamla stöðin í Turninum hafði aðeins tækjasal og búningsklefa. Samningurinn við Regin var undirritaður í gær og af því tilefni var fyrsta lóðinu, 10 kg, lyft fyrir utan nýju stöðina.

Íslandsbanki nágranni

Nýverið var tilkynnt að nýjar höfuðstöðvar Íslandsbanka yrðu í Norðurturninum þar sem bankinn verður með sjö hæðir. Alls munu um 650 manns starfa á vegum bankans í turninum. Einnig hafa tvö hugbúnaðarfyrirtæki tryggt sér alls sex hæðir í húsinu.

Þá er gert ráð fyrir að á jarðhæðinni, í nýrri tengibyggingu úr Smáralind við Norðurturninn, verði a.m.k. tveir nýir veitingastaðir. Ekki er þó búið að ganga endanlega frá samningum við rekstraraðila þeirra.

Aldrei hafa fleiri verið með kort í World Class.
Aldrei hafa fleiri verið með kort í World Class. mbl.is/Styrmir Kári

Aldrei fleiri með kort í World Class

Í tilkynningu segir að aldrei hafi fleiri verið með kort í World Class en um 27.000 manns stunda líkamsrækt hjá fyrirtækinu nú um stundir. Að mati aðstandenda fyrirtækisins var komin þörf fyrir stærri líkamsræktarstöð World Class í Kópavogi þar sem mikil uppbygging hafi átt sér stað í Kórahverfinu og nærliggjandi byggðum.

Þá munu á næstu misserum bætast við tæplega 1.200 nýjar íbúðir í Glaðheimum, Auðbrekku og Smárabyggð í Kópavogi þar sem um 3-4.000 manns munu búa í göngufjarlægð frá nýju stöðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK