Eik fasteignafélag hf. gekk í gær frá kaupum á Heimshótelum ehf. (Hótel 1919) og hefur formlega tekið við rekstri hótelsins. Með kaupum á Heimshótelum ehf. (Hótel 1919) mun Eik eiga flestar fasteignir á reitnum sem afmarkast af Hafnarstræti, Tryggvagötu og Naustinu.
Radisson BLU 1919 hótel, sem er 100% í eigu Heimshótela ehf., er með langtímarekstrarsamning við alþjóðlegu hótelkeðjuna Rezidor Hotels ApS um rekstur hótelsins undir nafni Radisson Blu.