Selur 139 fasteignir á einu bretti

mbl.is/Hjörtur

Samn­ing­ur var und­ir­ritaður í gær á milli Íbúðalána­sjóðs og leigu­fé­lags­ins Heima­valla um kaup fé­lags­ins á 139 fast­eign­um í eigu sjóðsins. Fast­eign­irn­ar eru keypt­ar í einu lagi en fé­lagið átti hæsta til­boðið í þær í opnu sölu­ferli sem hófst í des­em­ber.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að 106 íbúðanna sem seld­ar voru séu á Aust­ur­landi, en aðrar á Vest­fjörðum og Vest­ur­landi. Alls hafi 504 fast­eign­ir í fimmtán eigna­söfn­um verið aug­lýst­ar sam­tím­is. Sam­tals hafi borist kauptil­boð frá 43 ólík­um aðilum í eign­irn­ar. Gengið verði frá sölu á fleiri eign­um á næstu dög­um. Þá seg­ir að sala íbúðanna 139 til Heima­valla muni hafa já­kvæð áhrif á af­komu Íbúðalána­sjóðs en sölu­verðmæti þeirra nemi alls rúm­lega 1,8 millj­örðum króna. 

„Til­boðsgjaf­ar í eign­irn­ar hafa talið að já­kvæð merki sem nú sjá­ist á lands­byggðinni, breyt­ing­ar í at­vinnu­rekstri, fjölg­un ferðamanna og meira fram­boð afþrey­ing­ar muni styðja við þessi svæði. Inn­koma traustra leigu­fé­laga mæti mik­illi eft­ir­spurn sem verið hef­ur eft­ir leigu­eign­um á þess­um stöðum að und­an­förnu,“ seg­ir enn­frem­ur. Með söl­unni lækki eign­astaða Íbúðalána­sjóðs á Aust­ur­landi úr 232 eign­um í 126 eign­ir.

„Þá má sömu­leiðis nefna að sjóður­inn seldi ný­verið 18 eign­ir á Fá­skrúðsfirði til ann­ars leigu­fé­lags og hef­ur mik­il eft­ir­spurn verið eft­ir leigu þeirra íbúða. Sam­setn­ing eigna í hverju safni í sölu­ferl­inu miðaðist við að hag­kvæmt gæti verið að reka um þær leigu­fé­lög og eru eign­ir í hverju þeirra að jafnaði í sama byggðarlagi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka