Sloppurinn sem Georg prins var í þegar hann tók á móti bandarísku forsetahjónunum í gærkvöldi seldist upp hjá framleiðanda aðeins nokkrum mínútum eftir að myndir af því birtust. Myndirnar vöktu mikla athygli en á þeim má sjá Georg prins með forsetahjónunum í gærkvöldi en hann fékk að vaka frameftir til að hitta þau. Hann var þó búinn að hátta og skartaði hvítum slopp yfir náttfötunum og inniskóm með myndum af flugvélum.
Samkvæmt frétt The Daily Mail er sloppurinn framleiddur af My 1st Years og kostar 27 pund eða um 4.800 íslenskar krónur.
Myndir sem sýna Georg prins taka á móti bandarísku forsetahjónunum í gærkvöldi, íklæddur í hvítan slopp og inniskó, hafa vakið heimsathygli og heldur fólk ekki vatni yfir krúttlegum klæðnaði prinsins.
Að sögn The Daily Mail fékk Georg að vaka fimmtán mínútum lengur en vanalega til þess að heilsa forsetahjónunum og sýndi hann þeim m.a. rugguhest sem þau gáfu honum þegar hann fæddist og tuskudýr sem þau gáfu honum þegar að systir hans Karlotta fæddist í fyrra. Hún var þó sofandi þegar að gestirnir komu.