VÍS heldur áfram endurkaupum á eigin hlutum

Stjórn VÍS hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram endurkaupum …
Stjórn VÍS hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram endurkaupum á eigin hlutum félagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Vá­trygg­inga­fé­lags Íslands (VÍS) tók í dag ákvörðun um að halda áfram end­ur­kaup­um á eig­in hlut­um fé­lags­ins. Þetta er fjórða end­ur­kaupa­áætl­un fé­lags­ins sem kynnt er frá því að aðal­fund­ur 2014 veitti slíka heim­ild.   

Á aðal­fundi VÍS 2015 veitti stjórn heim­ild til að fram­kvæma end­ur­kaupa­áætl­un þess efn­is að kaupa allt að 10% af hlut­um fé­lags­ins á 18 mánuðum.

Í til­kynn­ingu frá VÍS kem­ur fram að stjórn VÍS ákvað þann 30. apríl 2015 að kaupa mætti eig­in hluti fyr­ir allt að 1.000.000.000 kr. að markaðsvirði. Því var lokið sjö mánuðum síðar. Þá höfðu 4,88% af út­gefnu hluta­fé fé­lags­ins verið keypt eða tæp­lega helm­ing­ur þess sem aðal­fund­ur hafði heim­ilað. Stjórn VÍS hef­ur því tekið ákvörðun um að halda end­ur­kaup­um á eig­in hlut­um áfram í þeim til­gangi að lækka út­gefið hluta­fé þess.

Há­marks­fjöldi hluta sem áætl­un­in nú kveður á um að verði keypt­ir, eru að nafn­verði kr. 70.000.000 hlut­ir, en það jafn­gild­ir um 3,05% af út­gefnu hluta­fé fé­lags­ins. Fjár­hæð end­ur­kaup­anna verður þó aldrei hærri en kr. 600.000.000. Heim­ild­in gild­ir til 12. sept­em­ber 2016.

Arctica Fin­ance mun sjá um end­ur­kaup­in og mun fyr­ir­tækið taka all­ar viðskipta­ákv­arðanir sem varða kaup á hlut­um og tíma­setn­ingu kaup­anna óháð fé­lag­inu.

Kaup­in verða fram­kvæmd í áföng­um, þó þannig að kaup hvers dags verða að há­marki 3.794.554 hlut­ir sem nem­ur 25% af meðaltali dag­legra viðskipta með hluta­bréf fé­lags­ins í Kaup­höll Íslands í mars 2016.

Í til­kynn­ing­unni frá VÍS kem­ur jafn­framt fram að verð fyr­ir hvern hlut skal að há­marki nema hæsta verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyr­ir­liggj­andi óháða kauptil­boði í þeim viðskipta­kerf­um sem kaup­in fara fram, hvort sem hærra er.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK