800 kommóður á nokkrum mínútum

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA og MALM kommóðan.
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA og MALM kommóðan. Samsett mynd

Opn­un IKEA í morg­un var út­hugsaður leik­ur. Nokk­urra vikna lag­er af MALM kommóðum hafði verið safnað upp. Alls 800 stykkj­um. 800 viðskipta­vin­ir fengu skila­boð um að þetta væru síðustu stykk­in á lækkuðu verði. Bannað var að hamstra en allt kláraðist á 25 mín­út­um.

Þetta jafn­gild­ir því að 32 kommóður hafi verið seld­ar á hverri mín­útu.

Líkt og fram hef­ur komið hef­ur verðstríð á kommóðum staðið yfir milli IKEA og Rúm­fa­tala­gers­ins um nokk­urt skeið. Rúm­fa­tala­ger­inn hóf leik­ana og IKEA þurfti að fylgja vegna verðvernd­ar­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins. IKEA þarf að vera ódýr­ari ef sam­bæri­leg vara er til sölu ann­ars staðar.

Í ág­úst 2011 var verðið á MALM-kommóðum í há­marki. Þá kostaði hvít kommóða með tveim­ur skúff­um 8.950 krón­ur, með fjór­um skúff­um kostaði 17.950 og með sex skúff­um kostaði 29.950. Þá byrjaði Rúm­fa­tala­ger­inn að lækka verðið og í dag kostaði kommóða með tveim­ur skúff­um 1.050 krón­ur og með sex skúff­um kostaði 3.590 krón­ur.

Frétt mbl.is: Verðstríð: Kommóður lækka um 85%

Eft­ir dag­inn í dag hækka kommóðurn­ar hins veg­ar aft­ur í verði að sögn Þór­ar­ins Ævars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra IKEA. Hann seg­ir að verðið fari aft­ur upp í það sem eðli­legt þykir og bæt­ir við að fyr­ir­tæk­in hafi verið að borga með vör­unni í dágóðan tíma.

Ástæðan er þó ekki sú að Rúm­fa­tala­ger­inn hafi dregið sig í hlé held­ur mun ný kommóða taka við af MALM. Sú nefn­ist KUL­LEN og er í sama stíl en þó aðeins minni og af minni gæðum. „Það er kom­in ódýr­ari kommóða og við mun­um keppa við Rúm­fa­tala­ger­inn með henni,“ seg­ir Þór­ar­inn. 

Von­brigði með fýlu­ferð

„Við erum búin að safna lag­er af MALM í nokkr­ar vik­ur vegna þess að við höf­um frá ára­mót­um verið að fá um fimm­tíu til sex­tíu kommóður í hverri send­ingu og kerfið okk­ar virk­ar þannig að all­ir sem eru bún­ir að skrá sig á biðlista fá SMS um að var­an sé kom­in,“ seg­ir Þór­ar­inn. „Það eru ekki ein­ung­is þeir sem eru fremst­ir í röðinni sem fá SMS, held­ur all­ir.“

Þetta hef­ur valdið fólki sem komið hef­ur í fýlu­ferð í IKEA von­brigðum að sögn Þór­ar­ins. „Þá voru marg­ir að hamstra og ein­hverj­ir voru að taka 15 til 20 kommóður. Fáir fengu því allt,“ seg­ir hann. „Það er ekki mark­miðið með þessu og við vilj­um að sem flest­ir fái að njóta.“

Alls voru um 800 manns á biðlista eft­ir kommóðum og ákvað IKEA því að safna 800 kommóðum áður en næsta SMS yrði sent út. Loks var ákveðið að senda skila­boð til allra í gær­kvöldi til þess að fólk gæti gert ráðstaf­an­ir. „Venju­lega er þetta sent að morgni en það gæti komið í bakið á barna­fjöl­skyld­um sem kannski eru bara á ein­um bíl. Við vild­um að sem flest­ir gætu kom­ist.“

Í skila­boðunum kom einnig fram að ekki mætti hamstra. Ein­ung­is tvær kommóður á mann væru í boði.

Versl­un IKEA var opnuð klukk­an ell­efu í morg­un og 25 mín­út­um síðar var allt búið. Sú dýr­asta og stærsta, með sex skúff­um, kláraðist á fimm mín­út­um að sögn Þór­ar­ins. „Það fóru 200 stykki af henni.“

Bregðast við slagn­um

„Þetta var loka­skammt­ur­inn. Svo kem­ur nýja kommóðan í sölu í þess­ari viku og næstu MALM-kommóður fara á eðli­legt verð,“ seg­ir hann. Aðspurður um eðli­legt verð tel­ur hann að tveggja skúffu ein­ing­in, sem í dag kostaði 1.050 krón­ur, muni t.a.m. kosta í kring­um átta þúsund krón­ur.

KUL­LEN er ný fram­leiðsla hjá IKEA og tel­ur Þór­ar­inn ekki ólík­legt að hún hafi verið fram­leidd í þeim til­gangi að bregðast við verðstríðinu frá Rúm­fa­tala­gern­um.

„Þetta er greini­lega mál sem IKEA er að glíma við á fleiri stöðum þar sem þessi nýja kommóða var kynnt fyr­ir okk­ur í nóv­em­ber á síðasta ári. Hún átti að koma í sölu í mars en seinkaði síðan þar til núna. Ég held það sé verið að bregðast við því að Rúm­fa­tala­ger­inn er í smá slag við IKEA.“

Rúmfatalagerinn hefur verið í stríði við IKEA á fleiri vígstöðvum …
Rúm­fa­tala­ger­inn hef­ur verið í stríði við IKEA á fleiri víg­stöðvum en á Íslandi. mbl.is/​Friðrik
KULLEN-kommóðan er svipuð og MALM en ódýrari framleiðsla.
KUL­LEN-kommóðan er svipuð og MALM en ódýr­ari fram­leiðsla.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK