Ráðherra ekki stjórnarformaður

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjármálaráðherra verður ekki stjórnarformaður félagsins sem annast umsýslu og fullnustu stöðugleikaeigna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu „vegna ranghermis í fréttum.“

Í frétt RÚV í gær kom fram að Bjarni yrði stjórnarformaður félagsins. 

Hið rétta er að fjármálaráðherra skipar stjórn félagsins. Í henni sitja þrír aðalmenn og tveir varamenn líkt og fram kemur í breytingum á lögum um Seðlabanka Íslands sem samþykktar voru í mars.

Unnið er að stofnun félagsins og er gert ráð fyrir að það taki til starfa á næstu dögum.

Félaginu á að slíta þegar það hefur lokið störfum sem verður eigi síðar en 31. desember 2018.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka