Verðlag staðið í stað í 2 ár

Verðlag án húsnæðis hefur nánast staðið í stað í tvö …
Verðlag án húsnæðis hefur nánast staðið í stað í tvö ár. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Verðlags­hækk­an­ir í apríl voru und­ir spám helstu grein­ing­araðila. Verðbólg­an mæl­ist ein­ung­is 0,2% ef hús­næðis­verð er ekki tekið með. 

Hag­stof­an birti í morg­un nýj­ustu mæl­ing­ar á vísi­tölu neyslu­verðs. Vísi­tal­an hækkaði um 0,21% í apríl og stend­ur ár­sverðbólg­an þar með í 1,6% að teknu til­liti til hús­næðis­verðs. Þegar litið er fram hjá því er hún líkt og áður seg­ir ein­ung­is 0,2%.

Grein­ing­ar­deild Ari­on bend­ir á að án hús­næðis sé vísi­tala neyslu­verðs á svipuðum stað og um miðbik árs­ins 2014. Er það nán­ast ein­ung­is hækk­un fast­eigna­verðs sem hef­ur drifið áfram verðbólgu und­an­far­in tvö ár.

Frétt mbl.is: Ársverðbólga stend­ur nú í 1,6%

Helstu liðir sem hækkuðu í apríl voru bens­ín og hús­næðisliður­inn en einnig hækkaði mat­arkarf­an. Aðrir liðir hækkuðu minna. Flug­far­gjöld til út­landa stóðu nán­ast í stað en helstu liðir sem lækkuðu voru tóm­stund­ir og menn­ing og póst­ur og sími.

Hækkanir á húsnæðisverði drífa verðbólguna áfram.
Hækk­an­ir á hús­næðis­verði drífa verðbólg­una áfram. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Áfram lík­ur á lágri verðbólgu

Líkt og áður seg­ir hef­ur verðlag án hús­næðis staðið í stað frá því um miðbik árs­ins 2014 og hef­ur verðbólg­an því nán­ast al­farið verið drif­in áfram af hækk­un hús­næðis­verðs.

Að minnsta kosti hef­ur lækk­un á verði inn­fluttra vara vegið á móti hækk­un inn­lendra vara. Að raun­v­irði hef­ur íbúðar­hús­næði hækkað um 38% frá ár­inu 2010. Sé hins veg­ar litið til hús­næðis­verðs árs­ins 2008 þá hef­ur hús­næðis­verð lækkað að raun­v­irði um 15%. Hvorki árið 2010 né 2008 gefa lík­lega góða mynd af hús­næðismarkaði í jafn­vægi.

Grein­ing­ar­deild Ari­on er þeirr­ar skoðunar að hús­næðis­verð muni halda áfram að drífa verðbólg­una vegna auk­ins kaup­mátt­ar og ójafn­vægi í fram­boði og eft­ir­spurn. Aft­ur á móti er gert ráð fyr­ir lít­illi verðbólgu næstu mánuði og spá­ir grein­ing­ar­deild­in því að ár­sverðbólg­an standi í 1,4% í júlí.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK