Skapari bitcoin afhjúpar sig

Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hver raunverulegur stofnandi bitcoin …
Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hver raunverulegur stofnandi bitcoin var.

Ástralski athafnamaðurinn Craig Wright hefur viðurkennt að hann hafi skapað rafmyntina bitcoin. Fram að þessu hefur upphafsmaður rafmyntarinnar aðeins verið þekktur undir dulnefninu Satoshi Nakamoto. Wright hefur meðal annars lagt fram gögn sem sanna að hann er Nakamoto.

Wright staðfesti þetta í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC, Economist og GQ. Notaði Wright dulkóðunarlykil sem vitað er að Satoshi Nakamoto notaði þegar bitcoin var fyrst búin til. Áberandi meðlimir bitcoin-samfélagsins og þróunarteymi þess hafa staðfest fullyrðingu Wright.

„Ég var aðalhlutinn af þessu en fleira fólk hjálpaði mér,“ segir Wright um sköpun bitcoin. Hann fékk meðal annars aðstoð dulkóðunarsérfræðingsins Hals Finney við að búa til grunninn sem rafmyntin byggir á.

Grunur hafði verið um að Wright væri raunverulegur skapari bitcoin. Tímaritin Wired og Gizmodo birtu umfjallanir þess efnis í desember og byggðu á gögnum sem talið er að hafi verið stolið frá honum. Í kjölfarið gerðu áströlsk yfirvöld húsleit á heimili hans. Skattsrannsóknastjóri landsins sagði málið tengjast rannsókn á skattgreiðslum Wright frekar en bitcoin.

Wright segist hafa stigið fram nú til þess að eyða vangaveltum um hver raunverulegur skapari rafmyntarinnar sé. Hann hafi ekki ætlað sér að vera einhvers konar andlit bitcoin og það hafi verið honum þvert um geð að gefa sig fram.

„Ég frekar viljað sleppa því. Ég vil vinna, ég vil halda áfram að gera það sem ég er að gera. Ég vil ekki pening. Ég vil ekki frægð. Ég við ekki aðdáun. Ég vil bara fá að vera í friði,“ segir Wright.

Frétt BBC

Fyrri frétt mbl.is: Leitað á heimili „bitcoin-stofnanda“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK