Breyting í átt að lægra húsnæðisverði

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Með breytingu á byggingarreglugerð eru stór skref stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs, sér í lagi þegar kemur að smærri íbúðum. Stjórnvöld hafa með þessu greitt fyrir því að fleiri einstaklingar geti eignast húsnæði á komandi árum.

Þetta segir Viðskiptaráð Íslands sem fagnar breytingu umhverfis- og auðlindaráðherra á byggingarreglugerð.

Líkt og greint var frá í gær hefur breytingin það að mark­miði að lækka bygg­ing­ar­kostnað íbúðarhúsnæðis. Með breyt­ing­un­um get­ur lág­marks­stærð íbúðar sem er eitt her­bergi minnkað veru­lega og orðið um 20 fer­metr­ar fyr­ir utan sam­eign. Lág­marks­stærð íbúðar með einu svefn­her­bergi get­ur minnkað sam­svar­andi.

Frétt mbl.is: Lágmarksstærð íbúða gæti orðið 20 fermetrar

Viðskiptaráð segir stjórnvöld hafa brugðist rétt við umræðunni um að gera þurfi fleirum kleift að eignast húsnæði. Í stað nákvæmra formkrafna í reglugerð sé þar nú að finna markmið sem veita byggingaraðila frelsi við útfærslu hönnunar svo lengi sem skilyrði eru uppfyllt.

Fagna einföldun á stjórnsýslu

Viðskiptaráð og Samtök iðnaðarins réðust í kortlagningu byggingarferlisins hérlendis í árslok 2015. Þar kom fram að flókið regluverk yki bæði tíma og kostnað sem fari í byggingu húsnæðis. Þetta flækjustig leiði á endanum til hærra húsnæðisverðs.

Viðskiptaráð fagnar því sérstaklega að undirbúningur sé hafinn að lagabreytingum til að einfalda stjórnsýslu byggingarmála. Slík einföldun myndi lækka byggingarkostnað enn frekar og styðja við markmið um að auðvelda einstaklingum hérlendis að koma þaki yfir höfuðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK