Eingöngu greiðslukort í háloftunum

Úr Boing 767 þotu Icelandair.
Úr Boing 767 þotu Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Eingöngu er nú tekið við greiðslukortum um borð í vélum Icelandair og er því ekki lengur hægt að greiða með reiðufé. Upplýsingafulltrúi segir fáa hafa valið að borga með reiðufé.

„Þeir sem ferðast milli landa eru nánast undantekningalaust með debet- eða kreditkort og notkun seðla og myntar um borð er nú þegar mjög lítil,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Túrista.

„Við höfum ekki getað tekið þetta skref til fulls fyrr en nú þegar tæknin opnar þessa möguleika gagnvart debetkortunum og við getum þannig fylgt þeirri þróun sem við sjáum hjá ýmsum stærri flugfélögum í kringum okkur,” segir Guðjón

Farþegar geta þó einnig nýtt Vildarpunkta Icelandair sem greiðslu fyrir mat og tollfrjálsan varning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK