Hvers vegna eru vextir hærri hér?

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. mbl.is/Golli

Hvers vegna eru vextir hærri á Íslandi en í öðrum iðnríkjum þrátt fyrir að mæld verðbólga sé áþekk og þar á bæ? Þessari spurningu velti Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, meðal annars upp á fundi í morgun þar sem fjallað var um vaxtaákvörðun Seðlabankans í morgun þar sem ákveðið var að halda meginvöxtum óbreyttum í 5,75%.

Frétt mbl.is: Halda vöxtum óbreyttum

Þórarinn sagði skýringun á þessu vera þá að verðbólguvæntingar hefðu þráfaldlega verið yfir markmiði hér á landi í gegnum tíðina á sama tíma og hún hafi verið í eða undir markmiði í öðrum iðnríkjum. Hér væri ennfremur komin nokkur framleiðsluspenna á meðan enn væri fyrir hendi slaki í öðrum iðnríkjum og gert væri ráð fyrir að munurinn þar á milli ætti eftir að aukast enn frekar á þessu ári. Fram kom á fundinum að verðbólga hefði þó verið undir markmiði síðustu tvö ár.

Ennfremur væri vöxtur nafneftirspurnar og launaskostnaðar mun meiri hér en í öðrum iðnríkjum. Önnur iðnríki væru að glíma við allt annan vanda en Seðlabankinn. Þar væri vandamálið að reyna að ýta undir verðbólgu og komast hjá verðhjöðnun en hér á landi snerist verkefnið hins vegar um það að reyna að koma í veg fyrir að verðbólga yrði of mikil.

Seðlabankinn spáir því að verðbólga fari vaxandi og verði 4,5% á síðari hluta næsta árs en gangi það eftir er viðbúið að bankinn kunni að hækka vexti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK