Airbnb og lítið framboð hækkar verð

„Mikil útleiga til ferðamanna hefur einnig orðið til þess að …
„Mikil útleiga til ferðamanna hefur einnig orðið til þess að draga úr hefðbundnu framboði íbúða,“ segir hagfræðideild Landsbankans. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í apríl, þar af hækkaði fjölbýli um 1,0% og sérbýli lækkaði um 0,1%. Síðustu 12 mánuði hefur fjölbýli hækkað um 9,7%, sérbýli um 4,8% og er heildarhækkunin 8,5%.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbanka Íslands. Hækkun fjölbýlis var mikil í apríl, en upp á síðkastið hefur komið inn á markaðinn talsverður fjöldi nýrra íbúða á Seltjarnarnesi og í Reykjavík sem kann að hafa haft áhrif til hækkunar. Stöðugur hækkunartaktur fasteignaverðs heldur því áfram og er eftir sem áður meginfóður verðbólgunnar. 

Verðbólga hefur verið lág og stöðug síðustu misseri og því hefur raunverð fasteigna hækkað mun meira en ella. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hafði í apríl einungis hækkað um 0,2% síðustu 12 mánuði sem þýðir að raunverð húsnæðis hefur hækkað um rúm 8% á þeim tíma.

Síðustu 12 mánuði hefur fjölbýli hækkað um 9,7%, sérbýli um …
Síðustu 12 mánuði hefur fjölbýli hækkað um 9,7%, sérbýli um 4,8% og er heildarhækkunin 8,5%. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mikil útleiga til ferðamanna dregur úr framboði

Sé litið á þróun viðskipta frá ágústmánuði 2015 má sjá að viðskiptum á tímabilinu frá september til janúar fækkaði stöðugt. Sú þróun var frábrugðin því sem var á árinu 2015, sérstaklega hvað fjölbýlið varðar. Viðskiptin tóku síðan kipp upp á við í febrúar og mars en voru eilítið minni í apríl. Páskarnir voru í lok mars í ár þannig að ekki er ólíklegt að sú tímasetning hafi haft áhrif á fjölda þinglýsinga í apríl.

„Við höfum áður sagt að tölur um íbúðafjárfestingu og tölur um hlutfall nýrra íbúða af seldum íbúðum styðji þá skoðun okkar að töluvert vanti upp á að framboð íbúða á höfuðborgarsvæðinu anni eftirspurn og að umframeftirspurnin ýti undir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs. Mikil útleiga til ferðamanna hefur einnig orðið til þess að draga úr hefðbundnu framboði íbúða,“ segir hagfræðideildin.

Í takt við aðrar stærðir

Hagfræðideildin bendir á að þrátt fyrir miklar hækkanir fasteignaverðs sé ekki hægt að segja að verðið hækki úr takti við aðrar tengdar stærðir.

Kaupmáttur launa hefur aukist stöðugt á síðustu misserum og almenn bjartsýni ríkir í þjóðfélaginu. Fasteignaverð hækkar jafnan fyrst og fremst vegna hefðbundinna áhrifaþátta eins og þróunar kaupmáttar, tekna, vaxtastigs af húsnæðislánum og atvinnustigs. Allir þessir þættir stefnir nú í þá átt að ýta undir hækkun fasteignaverðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK