Tíu Dropum lokað í sumar

Kaffihúsið Tíu Dropar er í kjalllaranum að Laugavegi 27.
Kaffihúsið Tíu Dropar er í kjalllaranum að Laugavegi 27. Skjáskot/Já

Kaffihúsinu Tíu dropar verður lokað í júlí eftir tæpan 40 ára rekstur. Leigusamningi kaffihússins var sagt upp og samið var við nýjan rekstraraðila. 

Í tilkynningu frá eigendum og starfsfólki Tíu dropa segir að nýir eigendur, Vietnam Restuarant ehf., hafi nýlega tekið við húsnæðinu og sögðu þeir leigusamningi Tíu Dropa upp með skömmum fyrirvara.

„Rekstraraðilar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en án árangurs. Rekstrarstöðvun er því óhjákvæmileg með tilheyrandi fjárhagslegu og tilfinningalegu áfalli fyrir rekstraraðila og starfsfólk kaffihússins,“ segir í tilkynningu frá eigendum.

Kaffihúsið Tíu dropar hefur verið rekið í um þrjá áratugi í kjallara að Laugavegi 27 og hefur um árabil verið eitt af vinsælustu kaffihúsum miðborgarinnar.

Rekstraraðilar útiloka þó ekki að halda rekstri Tíu dropa áfram á nýjum stað í miðborginni gefist tækifæri til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK