Ábati af háskólanámi virðist minnka

Frá háskólatorgi í Háskóla Íslands. Staða háskólamenntaðra virðist vera að …
Frá háskólatorgi í Háskóla Íslands. Staða háskólamenntaðra virðist vera að versna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vís­bend­ing­ar eru um að staða há­skóla­menntaðra á vinnu­markaði fari versn­andi og að fjár­hags­leg­ur ábati af há­skóla­námi fari minnk­andi. „Nám er auðvitað ekki bara pen­inga­leg­ur ávinn­ing­ur en auðvitað er fúlt að fara í há­skóla­nám og fá ekk­ert starf við hæfi,“ seg­ir Katrín Ólafs­dótt­ir, doktor í vinnu­markaðshag­fræði og lektor við Há­skól­ann í Reykja­vík.

Katrín var með er­indi um stöðu há­skóla­menntaðra á vinnu­markaði á málþingi BHM í dag. BHM seg­ir aðstæður ungs há­skóla­menntaðs fólks vera um margt öðru­vísi nú en þær voru fyr­ir ára­tug og hvað þá ef horft er lengra aft­ur í tím­ann. Fjölg­un há­skóla­menntaðra á vinnu­markaði hafi leitt til þess að sam­keppni um störf þar sem kraf­ist er há­skóla­mennt­un­ar hafi auk­ist. Vís­bend­ing­ar séu um að mennt­un skili ekki sama ábata og áður og sýna töl­ur að ábat­inn er al­mennt minni hér á landi en í öðrum lönd­um inn­an OECD.

Viðvör­un­ar­ljós loga

Katrín tel­ur ekki hægt að segja að ástandið sé orðið slæmt í dag held­ur sé rétt­ara að segja að viðvör­un­ar­ljós séu log­andi. „Þetta er eitt­hvað sem við þurf­um að skoða áður en úr því verður al­vöru vanda­mál,“ seg­ir Katrín. 

Hún bend­ir á að mun fleiri séu að sækja sér há­skóla­mennt­un í dag og að nauðsyn­legt sé að huga að því hvort vinnu­markaður­inn geti tekið á móti þessu fólki. Flest störf­in sem orðið hafa til á síðustu árum séu í ferðaþjón­ustu og stóriðju þar sem há­skóla­mennt­un­ar er oft­ast ekki kraf­ist.

„Vinnu­markaður­inn hef­ur breyst mjög mikið frá hruni og það eru ekki sömu störf sem eru verða til og þau sem hurfu í hrun­inu. Upp­bygg­ing­in virðist mikið vera í þeim geir­um sem ekki krefjast há­skóla­mennt­un­ar.“

Katrín seg­ir að Íslend­ing­ar þurfi að vera meðvitaðir um þetta.

At­vinnu­leysi há­skóla­menntaðra minnk­ar hæg­ar

Aðspurð hvort það borgi sig síður að fara í nám í dag bend­ir Katrín á að umræðan um þetta sé haf­in í Banda­ríkj­un­um. „Þar eru skuld­ir eft­ir há­skóla­nám mjög mikl­ar og launamun­ur­inn, það er ávinn­ing­ur­inn sem þú hef­ur af há­skóla­námi, hef­ur farið minnk­andi. Auðvitað færðu fleira út úr há­skóla­námi, líkt og aðra lífs­sýn, en út frá pen­inga­legu sjón­ar­horni er staðan svona,“ seg­ir hún.

Aðspurð hvort þetta eigi einnig við á Íslandi seg­ist Katrín vera þeirr­ar skoðunar að fólk eigi alltaf að drífa sig í nám hafi það gam­an að því. Hins veg­ar geti það verið fúlt að fá ekk­ert starf við hæfi eft­ir út­skrift. 

Hún bend­ir á að umræða um sér­stak­lega slæma stöðu inn­an lög­fræðistétt­ar­inn­ar hafi verið áber­andi en seg­ist ekki vita hvað búi þar að baki. Þá seg­ir hún flesta viðskipta­fræðinga sem út­skrif­ast frá Há­skól­an­um í Reykja­vík vera að fá vinnu. „Maður veit ekki al­veg hvar þetta ligg­ur,“ seg­ir hún og vís­ar til töl­fræðinn­ar er sýn­ir að at­vinnu­leysi hjá há­skóla­menntuðum hafi ekki minnkað með sama hætti og hjá öðrum eft­ir hrun. Þá virðist þeim einnig fjölga sem ein­fald­lega fara út af vinnu­markaðnum eft­ir há­skóla­nám.

Gæt­um misst fólkið frá Íslandi

„Það er ekki eins bjart framund­an og maður myndi vilja,“ seg­ir hún og bæt­ir við að mik­il­vægt sé að huga að því hvernig bjóða megi há­skóla­menntuðum upp á fleiri tæki­færi.

Katrín seg­ir nauðsyn­legt að búa til betri leik­vang fyr­ir at­vinnu­lífið. „Þannig að menn vilji stofna fyr­ir­tæki og finna sína hillu. Fjár­magns­höft­in eru að trufla þetta núna en á meðan ekk­ert er gert eig­um við á hættu að þess­ir ein­stak­ling­ar flytji til út­landi og komi ekki aft­ur ef tæki­fær­in reyn­ast betri ann­ars staðar,“ seg­ir hún.

„Þá erum við að leggja út í kostnað við að mennta fólk sem við fáum ekki til baka,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við að þessi hætta sé raun­veru­leg.

Viðvörunarljós loga og nauðsynlegt er að huga að stöðu háskólamenntaðra …
Viðvör­un­ar­ljós loga og nauðsyn­legt er að huga að stöðu há­skóla­menntaðra seg­ir Katrín. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg
Við gætum átt á að hættu að missa háskólamenntaða til …
Við gæt­um átt á að hættu að missa há­skóla­menntaða til út­landa seg­ir Katrín. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK