Plokkfisk burrito og humarpylsur var á meðal þess sem var á boðstólum á ráðstefnu um mat og markaðssetningu matvæla í dag. Þar kom m.a. fram mikilvægi þess að halda í íslenskar matreiðsluhefðir á sama tíma og nauðsynlegt sé að finna þeim nútímalegan farveg.
mbl.is kom við í Hörpu þar sem ráðstefnan var haldin og ræddi við framtíðarfrömuðinn Birthe Linddal, sem hélt erindi um þróun í geiranum, og matreiðslumenn sem báru fram framandi rétti úr íslensku hráefni.