Skilaði neytendum 4% lægra verði

Um 64% af inn­flutt­um fatnaði og skóm báru 15% tolla fram að síðustu ára­mót þegar toll­ur­inn var felld­ur niður. Þessi aðgerð leiddi af sér tölu­verða kostnaðar­lækk­un fyr­ir inn­flytj­end­ur og niður­fell­ing toll­ana ætti því, að öðru óbreyttu, að leiða til ríf­lega 8% verðlækk­un­ar á þess­um vöru­flokk­um.

Þegar skoðað er hvort toll­aniður­fell­ing­in hafi skilað verðlækk­un til neyt­enda þarf að skoða fleiri þætti en op­in­ber­ar álag­lög­ur. Inn­kaupsverð var­anna, gengi gjald­miðla, laun og ann­ar inn­lend­ur kostnaður eru meðal þess sem hef­ur áhrif á rekst­ur þess­ara fyr­ir­tækja og þar af leiðandi á þróun verðs á inn­lend­um markaði.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um versl­un­ar og þjón­ustu. 

Þar seg­ir að við mat á því hvort tolla­lækk­an­irn­ar hafi skilað sér með full­nægj­andi hætti til neyt­enda þurfi að skoða þróun annarra kostnaðarliða frá því að toll­aniður­fell­ing­in tók gildi. Því hef­ur efna­hags­svið Sam­taka at­vinnu­lífs­ins reiknað vísi­tölu sem veg­ur sam­an þessa kostnaðarliði og ber hana sam­an við verðþró­un­ina eins og hún hef­ur verið skv. verðvísi­tölu Hag­stof­unn­ar.

Eins og sést á myndinni hér að ofan hafa verðlækkanir …
Eins og sést á mynd­inni hér að ofan hafa verðlækk­an­ir á föt­um og skóm í inn­lend­um fata­versl­un­um verið svipaðar og við mátti bú­ast sam­kvæmt reiknuðu vísi­töl­unni.

Eins og sést á mynd­inni hér að ofan hafa verðlækk­an­ir á föt­um og skóm í inn­lend­um fata­versl­un­um verið svipaðar og við mátti bú­ast sam­kvæmt reiknuðu vísi­töl­unni. Frá des­em­ber í fyrra fram í apríl s.l. lækkaði verð að meðaltali um 3,9% en reiknaða vísi­tal­an ger­ir ráð fyr­ir 3,7% verðlækk­un. 

„Helsta ástæða þess að verðlag hef­ur ekki lækkað eins mikið og tolla­breyt­ing­arn­ar ein­ar og sér gæfu til­efni til, er mik­il hækk­un inn­lendra kostnaðarliða. Hæst bera mikl­ar launa­hækk­an­ir en á tíma­bil­inu hækkaði launa­vísi­tala Hag­stof­unn­ar um 4,8% og ann­ar inn­lend­ur kostnaður um 0,7%. Þetta dreg­ur úr áhrif­um toll­aniður­fell­ing­ar­inn­ar og hag­stæðrar geng­isþró­un­ar. En eft­ir stend­ur að niður­fell­ing tolla hef­ur skilað ís­lensk­um neyt­end­um um 4% lægra verði á föt­um og skóm.

Verðbreyt­ing­ar koma ekki fram strax og ný lög taka gildi, það þarf að hafa í huga í umræðu um skatt­kerf­is­breyt­ing­ar. Í fata­versl­un á meðal­kaupmaður­inn um 120 daga vöru­birgðir og því get­ur það því tekið 4 – 5 mánuði að sjá áhrif slíkra breyt­inga koma end­an­lega fram í verði vöru. Engu að síður sýna kann­an­ir að veru­leg­ar lækk­an­ir eru þegar komn­ar fram í ein­staka vöru­flokk­um, s.s. kven­skóm, sem hafa lækkað um 17%.

SVÞ er ekki í minnsta vafa um að niður­fell­ing tolla af föt­um og skóm muni skila sér til neyt­enda á sama hátt og skatt­kerf­is­breyt­ing­ar fyrri ára hafa gert það. Nýj­asta dæmið í því sam­bandi er af­nám vöru­gjalda um ára­mót­in 2014-2015, en all­ar mæl­ing­ar sýna að af­nám þeirra gjalda skilaði sér í fullu til neyt­enda,“ seg­ir í til­kynn­ingu Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK