Ekkert greitt upp í 130 milljarða

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son átti 41% hlut í Gaumi. Gaumur átti …
Jón Ásgeir Jó­hann­es­son átti 41% hlut í Gaumi. Gaumur átti 75% hlut í Baugi, sem aftur átti BG Holding að fullu. mbl.is/Styrmir Kári

Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi félagsins BG Holding ehf. er lokið og fékkst ekkert greitt upp í lýstar kröfur er námu rúmum 130 milljörðum króna. BG Hold­ing var dótt­ur­fé­lag Baugs Group hf. en meðal fjár­fest­inga fé­lags­ins voru mat­vöru­versl­an­irn­ar Ice­land Foods, versl­un­ar­miðstöðvar Hou­se of Fraser og leik­fanga­versl­an­ir Ham­leys.

Stjórn Baugs óskaði eftir upphaflega eftir greiðslustöðvun hjá BG Holding, Baugi og fleiri tengdum félögum í Englandi í mars 2009. BG Holding var síðan úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur þremur árum síðar.

Í tilkynningu frá BG Holding á árinu 2009, þegar óskað var eftir greiðslustöðvun, sagði að skila­nefnd Lands­banka Íslands væri stærsti kröfu­hafi félagsins. Þar sagði að skila­nefnd­in og Baug­ur hefðu um nokkra hríð leitað leiða til lausn­ar á fjár­hags­vandanum sem steðjaði að BG Hold­ing.

Síðasti ársreikningur félagsins er frá árinu 2006 og sátu Stefán Hilmar Hilmarsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson þá í stjórn þess en báðir voru þeir stjórnendur hjá Baugi. Var allt hlutafé félagsins í eigu Baugs Group hf.

Í ársreikningnum kemur fram að hagnaður ársins hafi numið um 45,5 milljónum breskra punda, eða sem jafngildir 8,2 milljörðum króna á núverandi gengi.

Röð gjaldþrota

Gjaldþrotaskiptum hjá Baugsfélögunum er óðum að ljúka en í síðasta mánuði var skiptum á félaginu BG Fast­eign­um ehf. lokið. Aðeins fékkst rúm ein millj­ón króna greidd upp í kröf­urn­ar sem hljóðuðu upp á rúma sautján millj­arða. Fé­lagið var einnig í eigu Baugs Group og hélt m.a. utan um vaxmyndasafnið Madame Tussaud í London.

BG Holding var líkt og BG fasteignir skráð í höfuðstöðvum Baugs að Túngötu 6. Þegar Baug­ur Group var tek­inn til gjaldþrota­skipta í mars 2009 skiptu hluta­fé­lög með lög­heim­ili á sama stað tug­um. Í öll­um til­fell­um voru þessi fé­lög að öllu eða mestu leyti í beinni eigu Baugs Group.

Í síðasta mánuði var skiptum á félaginu FG-5, sem áður var Gaum­ur, einnig lokið. Kröfurnar námu alls tæp­lega 38,7 millj­örðum króna og voru stærstu hlut­haf­ar fé­lags­ins Baugs­fjöl­skyld­an með um 97% hlut. Þar af átti Jón Ásgeir Jó­hann­es­son 41% hlut og var lang­stærsti hlut­haf­inn.

Stærsta eign Gaums, síðarFG-5ehf., var 75% hlut­ur í Baugi, móðurfélagi BG Holding.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK