Gjaldþrot vegna sólmyrkvagleraugna

Sólmyrkvagleraugun sem gefin voru á síðasta ári.
Sólmyrkvagleraugun sem gefin voru á síðasta ári.

Félagasamtökin Stjörnufræðivefurinn voru úrskurðuð gjaldþrota í lok apríl í Héraðsdómi Reykjaness. Að sögn Sævars Helga Bragasonar, eiganda Stjörnufræðivefsins, má rekja málið til sólmyrkvagleraugnanna sem félagið seldi og gaf í fyrra.

Gjaldþrotaskiptin voru auglýst í Lögbirtingarblaðinu fyrir helgi. Sævar segir vefinn skulda um 450 þúsund krónur í virðisaukaskatt og eru gjaldþrotaskiptin til komin vegna þess. Hann segir endurskoðanda félagsins hafa átt að sjá um að skila virðisaukaskattskýrslu og hélt hann að svo hefði verið gert en Sævar hafði sjálfur beðið þess að fá rukkun. Ætlar hann að hafa samband við endurskoðanda til að reyna fá þetta leiðrétt.

Hann segir að tekjurnar af sölunni á gleraugunum hafi ekki dugað til að greiða allan kostnað og bætir við að félagið sé eignalaust. Mun Sævar því sjálfur þurfa að greiða umræddar 450 þúsund krónur sem út af standa vegna gleraugnaævintýrisins.

Alls útvegaði Stjörnufræðivefurinn 72 þúsund sólmyrkvagleraugu fyrir sólmyrkvann í mars á síðasta ári. Voru um 54 þúsund gleraugu gefin til grunnskólabarna og var afgangurinn seldur til almennings og fyrirtækja í ferðaþjónustu á fimm hundruð krónur stykkið.

Sólmyrkvi í hámarki í Reykjavík föstudaginn 20. mars 2015
Sólmyrkvi í hámarki í Reykjavík föstudaginn 20. mars 2015 mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka