Fyrsta nýja morgunkornið í 15 ár

Nýja morgunkornið frá General Mills. Meðal annarra morgunkorna frá fyrirtækinu …
Nýja morgunkornið frá General Mills. Meðal annarra morgunkorna frá fyrirtækinu eru Cheerios, Cocoa Puffs og Lucky Charms. Mynd/General Mills

General Mills, annar risinn á morgunkornsmarkaðinum, hefur kynnt glænýtt vörumerki en þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem fyrirtækið gerir það. Nýja morgunkornið nefnist Tiny Toast og er hafrakorn með ávaxtabragði.

Stórfyrirtækin General Mills og Kellogg's hafa um áraraðir skipt morgunkornsmarkaðnum bróðurlega sín á milli og er hvort þeirra með um þrjátíu prósent markaðshlutdeild. General Mills hefur ekki kynnt nýja tegund frá árinu 2001 en markaðurinn hefur breyst á nýliðnum árum og dróst almenn morgunkornsala saman um fimm prósent á árunum 2009 til 2014.

Stjórnendur General Mills hafa reynt að verða við kröfum neytenda um hollari valkosti með því að fjarlægja mikið af aukefnum úr morgunkorni sínu og fylgir nýja tegundin þeirri stefnu. Tiny Toast verður með tveimur bragðtegundum: bláberja og jarðaberja og á tegundin að höfða til sama markhóps og Honey Nut Cheerios.

Meðal morgunkorna frá General Mills eru Cheerios, Cocoa Puffs og Lucky Charms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK