Þaksæti á veitingastað við Arnarnes

Gert er ráð fyrir að húsnæðið nýtist vel í góðu …
Gert er ráð fyrir að húsnæðið nýtist vel í góðu veðri. Teikning/Zeppelin – arkitektar

Bæj­ar­ráð Garðabæj­ar hef­ur samþykkt að gengið verði til samn­inga við fé­lagið Arn­ar­vog ehf. um rekst­ur og bygg­ingu á veit­ingastað við Arn­ar­nes­vog­inn. Gunn­ari Ein­ars­syni bæj­ar­stjóra líst vel á áformin. 

Bæj­ar­ráð Garðabæj­ar samþykkti á fundi sín­um í morg­un með fjór­um at­kvæðum að leggja til við bæj­ar­stjórn að gengið verði til samn­inga við óstofnaða hluta­fé­lagið Arn­ar­vog ehf. um út­hlut­un lóðar fyr­ir veit­ingastað við Arn­ar­nes­vog. Fyr­ir­vari er þó um að við und­ir­skrift samn­ings hafi fé­lagið form­lega verið stofnað og stof­nefna­hags­reikn­ing­ur lagður fram staðfest­ur af lög­gilt­um end­ur­skoðanda.

Mik­il upp­bygg­ing á svæðinu

Gunn­ar Ein­ars­son bæj­ar­stjóri seg­ir að málið verði lagt fyr­ir bæj­ar­stjórn á fimmtu­dag­inn. Hon­um líst vel á til­lög­una og seg­ir hana vera metnaðarfulla, líkt og til­lög­ur tveggja annarra, sem einnig sótt­ust eft­ir lóðinni. „Mér líst mjög vel á bygg­ing­una sem fell­ur vel inn í um­hverfið og gef­ur okk­ur ýmsa mögu­leika. Ég bara fagna því fyrst og fremst að draum­ur­inn um veit­inga­hús við Arn­ar­nes­vog­inn sé að verða að veru­leika,“ seg­ir Gunn­ar og bæt­ir við að mik­il um­ferð gang­andi og hjólandi veg­far­enda liggi um svæðið.

Líkt og áður seg­ir verður veit­ingastaður­inn við Arn­ar­nes­vog­inn, ekki langt frá Sjá­lands­skóla, en nær Reykja­vík. Gunn­ar seg­ir staðsetn­ing­una afar góða í ljósi þess að mik­il upp­bygg­ing á svæðinu standi yfir. Verið sé að byggja 25 minni raðhús í göngu­færi auk þess sem Sjá­lands­hverfið sé að klár­ast. Þá sé einnig verið að klára sam­keppni um Lyngás­svæðið í ná­grenn­inu og er gert ráð fyr­ir tölu­verðu bygg­ing­ar­magni á því svæði. 

Veitingastaðurinn verður stutt frá Sjálandsskóla.
Veit­ingastaður­inn verður stutt frá Sjá­lands­skóla. Teikn­ing/​Zepp­el­in – arki­tekt­ar

Vel tekið í veit­ingastaði í Garðabæ

Margt hef­ur breyst í Garðabæ á stutt­um tíma en ekki er langt síðan eng­inn veit­ingastaður með vín­veit­inga­leyfi var í bæn­um. Í dag er slík­ur staður í IKEA auk þess sem Mat­húsið var ný­lega opnað í miðbæ Garðabæj­ar. Sá þriðji bæt­ist síðan bráðlega við í Arn­ar­nes­vog­inn. „Það virðist vera fullt alla daga á Mat­hús­inu,“ seg­ir Gunn­ar og bæt­ir við að bæj­ar­bú­ar og aðrir virðist þar með taka hverf­is­stöðum mjög vel. „Fólk virðist ætla að halda í þetta með því að sækja þessa staði,“ seg­ir hann.

Í rök­stuðningi um­sækj­enda fyr­ir veit­ingastaðnum, sem lagður var fyr­ir bæj­ar­ráð, seg­ir að gert sé ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir verði kláraðar á átján mánuðum og gera má því ráð fyr­ir opn­un í lok árs 2017 gangi það eft­ir. „Þetta er tím­aramm­inn,“ seg­ir Gunn­ar. „Stund­um eru menn að byggja þetta á jafn­vel skemmri tíma og það kem­ur þá bara í ljós. En við vilj­um klára þetta sem fyrst.“

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar.

Þakver­önd fyr­ir góða veðrið

Í rök­stuðningn­um seg­ir að áhersla verði lögð á ein­fald­an mat­seðil með sér­völdu hrá­efni með það að mark­miði að bjóða fjöl­breytta og holla rétti á viðráðan­legu verði.

Þeir sem standa um­sókn­inni að baki hafa skuld­bundið sig til að leggja Arn­ar­vogi ehf. til fjár­magn, í formi hluta­fjár og annarra eig­in fram­laga, sem nem­ur að lág­marki um 64 pró­sent­um af áætluðum fram­kvæmda­kostnaði. 

Með um­sókn­inni var lögð fram ít­ar­leg áætl­un um rekst­ur veit­ingastaðar­ins. Tekju­áætlun­in er byggð á mati á aðsókn að veit­ingastaðnum og út­leigu á veisluaðstöðu. „Í heild­ina virðist áætl­un­in vera var­fær­in en sýn­ir að rekst­ur­inn get­ur vel staðið und­ir rekstr­ar- og fjár­fest­inga­kostnaði,“ seg­ir í rök­stuðningi.

Innra skipu­lag er hugsað þannig að hús­næðið nýt­ist bæði sem veislu­sal­ur og kaffi­hús og eru ein­ing­arn­ar aðskild­ar. Í teikn­ing­um er einnig gert ráð fyr­ir þakver­önd og breiðum stiga ásamt sviði. Ætti fólk þannig að geta notið staðar­ins þegar vel viðrað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK