Gjaldþrota eftir stuttan rekstur

Frá eldhúsi Pizza 67.
Frá eldhúsi Pizza 67. mbl.is/Árni Sæberg

Félagið P67 ehf., sem hélt utan um rekstur Pizza 67 á Grensásvegi og í Langarima, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Í samtali við mbl.is í desember sl. sagði eigandi að opnun staðarins hafi verið mun dýrari aðgerð en gert var ráð fyrir. 

Fram kemur í Lögbirtingarblaðinu í dag að félagið hafi verið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. maí sl. og hafa kröfuhafar tveggja mánaða frest til að lýsa kröfum í búið.

Pizza 67 var opnaður í Langarima í lok árs 2014 og var annar staður opnaður á Grensásvegi í maí 2015. Reksturinn virðist hins vegar ekki hafa gengið upp og fljótlega kvartaði starfsmaður fyrirtækisins yfir því að fá launin sín ekki greidd.

Frétt mbl.is: Fær ekki launin frá Pizza 67

Píts­astaður­inn var síðan auglýstur til sölu á sölu­vefn­um Bland.is í desember sama ár og hljóðaði verðmiðinn upp á tíu milljónir króna.

Frétt mbl.is: Pizza 67 auglýst til sölu á Bland

Pizza 67-staður var einnig á Smiðju­vegi í Kópa­vogi en sá var ekki rek­inn af sömu eigendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK