Verðmætasta byrjunarlið Íslands

Verðmætasta byrjunarlið Íslands, samkvæmt Transfermarkt. Heildarverðmæti þeirra er rúmir 4,7 …
Verðmætasta byrjunarlið Íslands, samkvæmt Transfermarkt. Heildarverðmæti þeirra er rúmir 4,7 milljarðar króna.

Nú þegar fyrsti leikur Íslands á EM er handan við hornið velta margir fyrir sér hugsanlegu byrjunarliði. Hér að ofan má sjá hvernig byrjunarlið Íslands lítur út sé verðmætasti leikmaður hverrar stöðu valinn í liðið, en það verður að teljast ólíklegt að landsliðsþjáfararnir líti til þess þegar liðið er valið.

Líkt og sjá má er verðmætasta liðið ekki ólíkt því byrjunarliði sem oftast var stillt upp í undankeppni Evrópumótsins. Tveir verðmætir „nýliðar“, Sverrir Ingi og Arnþór Ingvi, koma þó inn, en þeir spiluðu ekkert í undankeppninni. Þá er Alfreð Finnbogason í liðinu í stað Jóns Daða, en allt eins er búist við því að Alfreð byrji gegn Portúgölum í kvöld, enda heitur eftir að hafa gert sjö mörk í þýsku deildinni eftir áramót.

Á fyrirlestri VÍB um fjármál í fótbolta í tengslum við Evrópumótið í Frakklandi, sem haldinn var fyrir helgi, voru ýmsar upplýsingar teknar saman varðandi íslenska liðið og mótherja þess, þar á meðal liðið hér að ofan.

Íslendingar ekki ódýrastir og Ronaldo yfirburðarmaður

Íslenski hópurinn er þó ekki sá sem metinn er á lægsta upphæð af öllum liðum keppninnar og ekki einu sinni sá „óverðmætasti“ í okkar riðli. Ungverjar hafa ódýrasta lið mótsins og því næst koma Norður-Írar, Albanar og loks Íslendingar, en þessi lið eru metin á 3,8 til 5,8 milljarða króna. Af þeim 5,8 milljörðum sem íslenski hópurinn er metinn á er byrjunarliðið hér að ofan metið á tæpa 4,7 milljarða og er Gylfi Sigurðsson langverðmætasti leikmaðurinn, metinn á 1,7 milljarð.

Þýska liðið er hins vegar það vermætasta og fylgir það spænska því fast á eftir, en þessi lið eru metin á tæpa 80 milljarða hvort.

Andstæðingar Íslands í kvöld hafa sjötta verðmætasta lið Evrópumótsins og er það helst einum manni að þakka; hinum stórgóða Cristiano Ronaldo. Er portúgalska liðið í heild metið á 43 milljarða króna, en þar af er Ronaldo rúmur þriðjungur verðsins, eða 15 milljarðar.

Samkvæmt Forbes þénar téður Ronaldo um sex og hálfan milljarð ár ári fyrir knattspyrnuiðkun, en tæpa 10 milljarða séu greiðslur fyrir auglýsingatekjur, frá styrktaraðilum og fleira í þeim dúr, tíndar til. Til samanburðar voru samanlögð árslaun 11 launahæstu leikmanna íslenska liðsins um 1,4 milljarðar á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK