Aflandskrónuútboð í dag

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Golli

Af­l­andskrónu­út­boð Seðlabanka Íslands hefst í dag klukk­an tíu og stend­ur til klukk­an tvö eft­ir há­degi. Þar býðst bank­inn til þess að kaupa svo­kallaðar af­l­andskrón­ur í skipt­um fyr­ir reiðufé í evr­um. Útboðið er liður í heild­stæðri aðgerðaáætl­un stjórn­valda um los­un fjár­magns­hafta.

Nokkr­ar breyt­ing­ar hafa orðið á fyr­ir­komu­lagi útboðsins eft­ir að það var fyrst kynnt.

Til­kynnt var um síðustu breyt­ing­una á mánu­dag­inn en hún fel­ur í sér að bank­inn hef­ur fallið frá áskilnaði um að hafna öll­um til­boðum þar sem gengið færi und­ir 190 krón­ur á móti hverri evru. Nú hef­ur bank­inn til­kynnt að hann muni taka efn­is­lega af­stöðu til allra til­boða sem ber­ast, óháð fyrr­nefndu lág­marks­gengi.

Eft­ir sem áður mun verð seldra evra í útboðinu ráðast af þátt­töku í útboðinu. Verði samþykkt til­boð und­ir 50 millj­örðum króna verður útboðsverð 210 krón­ur á hverja evru. Fer verð á evru stig­lækk­andi eft­ir því sem þátt­taka í útboðinu verður meiri. Fari fjár­hæð af­l­andskrónu­eigna sem boðnar verða til sölu yfir 175 millj­arða króna mun útboðsverðið nema 190 krón­um á evru. Nú­ver­andi gengi evru er um 139 krón­ur.

Frest­ur til að skila inn til­boðum renn­ur út í dag klukk­an 14. Niður­stöður útboðsins verða birt­ar á heimasíðu Seðlabank­ans ekki síðar en kl. 9:00 miðviku­dag­inn 22. júní.

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Átök í aðdrag­anda útboðs

Fram kem­ur í ViðskiptaMogg­an­um í dag að í aðdrag­anda þess að Seðlabank­inn til­kynnti skil­mála vegna útboðsins hafi slegið í brýnu milli full­trúa stjórn­valda og þeirra sem gæta hags­muna stærstu eig­enda af­l­andskróna í land­inu. Þær eign­ir sem falla und­ir skil­grein­ing­una á af­l­andskrón­um eru í dag metn­ar á um 320 millj­arða ís­lenskra króna. Þannig munu full­trú­ar krónu­eig­end­anna, sam­kvæmt heim­ild­um ViðskiptaMogg­ans, hafa gengið af fundi með full­trú­um Seðlabank­ans í aðdrag­anda þess að bank­inn kynnti skil­mála sína í útboðinu.

Í kjöl­far þess að útboðsskil­mál­arn­ir voru kynnt­ir 25. maí síðastliðinn, tjáðu full­trú­ar tveggja sjóða sem eiga um­tals­verðan hluta af­l­andskrónu­eign­anna sig við viðskipta­blaðið Wall Street Journal, þar sem þeir lýstu því yfir að þeir myndu ekki taka þátt í útboðinu og hygðust halda í krónu­eign­ir sín­ar hér­lend­is. Þar var um að ræða fyr­ir­tæk­in Eaton Vance og Loom­is Say­les & Co. Fyrr­nefnda fyr­ir­tækið á um 40 millj­arða í af­l­andskrón­um en það síðar­nefnda um 33 millj­arða.

Í kjöl­far hinna harka­legu viðbragða, sem komu fram þegar aðferðafræðin að baki útboðinu var kynnt, hef­ur Seðlabank­inn í tvígang til­kynnt um breyt­ing­ar á skil­mál­um þess.

Þær breyt­ing­ar sem Seðlabank­inn gerði á fyrr­nefnd­um skil­mál­um hafa, sam­kvæmt áreiðan­leg­um heim­ild­um ViðskiptaMogg­ans, valdið því að ákveðnir eig­end­ur af­l­andskróna, sem ekki hugðust upp­haf­lega taka þátt í útboðinu, kanna nú mögu­leika á því að leggja inn til­boð.

Upp­lýs­ing­ar um útboðið á vef Seðlabank­ans

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK