Dagsgamalt barn lánaði aflandsfélagi

Sigurður Bollason fjárfestir.
Sigurður Bollason fjárfestir. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Eins dags gam­alt barn Sig­urðar Bolla­son­ar fjár­fest­is lánaði skatta­skjóls­fé­lagi hans hundruð millj­óna króna og tvö önn­ur börn hans, fjög­urra og sex ára, voru skráð fyr­ir af­l­ands­fé­lög­um.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í út­tekt Stund­ar­inn­ar úr Pana­maskjól­un­um sem unn­in var í sam­starfi við Reykja­vík Media. Í út­tekt­inni er fjallað um Sig­urð og viðskipta­fé­laga hans Magnús Ármann í einu lagi sök­um þess að þeir tengj­ast mörg­um skúffu­fé­lög­um sam­eign­lega. Í grein Stund­ar­inn­ar kem­ur fram að þeir séu næst­umsvifa­mest­ir í Pana­maskjöl­un­um á eft­ir Björgólfs­feðgum.

Í frétt­inni seg­ir að fjög­urra og sex ára göm­ul börn Sig­urðar hafi verið skráðir eig­end­ur skúffu­fé­lags í Panama, Bergwyn Consult­ants CO SA., sem stundaði lánaviðskipti við fé­lög tengd­um Sig­urði eft­ir efna­hags­hrunið 2008. Sig­urður og eig­in­kona hans, Nanna Björk Ásgríms­dótt­ir, voru með prókúru­um­boð fé­lags­ins og var Nanna Björk jafn­framt með umboð til að stýra reikn­ingi fé­lags­ins hjá sviss­neska bank­an­um Cred­it Suiesse í Singa­púr.

Börn­in voru auk þess per­sónu­lega lán­veit­end­ur Pana­ma­fé­lags­ins en í des­em­ber 2010 lánuðu þau Bergwyn Consult­ants meðal ann­ars tvær millj­ón­ir evra, eða um 300 millj­ón­ir króna. Þrem­ur vik­um áður lánuðu þau sömu upp­hæð til ann­ars skúffu­fé­lags, Kaywell Equites Inc., sem þau voru sjálf skráðir eig­end­ur að.

Hinn 22. októ­ber 2010 lánaði svo annað barn Sig­urðar tvær millj­ón­ir evra, eða rúm­lega 300 millj­ón­ir króna, til skúffu­fé­lags­ins Chiron Group. Þetta var ein­um degi eft­ir að barnið fædd­ist. 

Þann 22. des­em­ber lánaði barnið, sem þá var tveggja mánaða, tvær millj­ón­ir evra, eða um 300 millj­ón­ir króna, til Kaywell Equities Inc. Tæpu ári síðar lánaði það síðan aft­ur skúffu­fé­lag­inu Trecon Tra­ding Inc. tvær millj­ón­ir evra. 

Eldri börn­in tvö höfðu þá lánað Trecon sömu upp­hæð fyrr í sama mánuði.

Þannig runnu mörg hundruð millj­ón­ir til og frá börn­um Sig­urðar og Nönnu Bjark­ar til fé­laga í skatta­skjól­um og út úr þeim aft­ur.

Í gögn­um Mossack Fon­seca kem­ur fram að arðgreiðslur frá af­l­ands­fé­lög­um Sig­urðar og Magnús­ar hafi numið millj­örðum króna á nokkr­um árum.

Stund­in og Reykja­vík Media gerðu ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að ná tali af þeim. 

Hundruð milljóna runnu til og frá börnum Sigurður og Nönnu …
Hundruð millj­óna runnu til og frá börn­um Sig­urður og Nönnu Bjark­ar til fé­laga í skatta­skjól­um og út úr þeim aft­ur. AFP

Um­svifa­mikl­ir fyr­ir hrun

Sig­urður Bolla­son var um­svifa­mik­ill fyr­ir hrun og keypti hann m.a. ásamt Magnúsi Ármanni 40% hlut í Kar­en Millen ásamt Kaupþingi en þann hlut seldu þeir til Baugs árið 2005. Þeir sátu báðir um tíma í stjórn FL Group og fjár­festi Sig­urður meðal ann­ars í Ex­istu, Glitni og Lands­bank­an­um. 

Í ág­úst árið 2011 var greint frá millj­arða gjaldþrot­um tveggja eigna­halds­fé­laga Sig­urðar sem notuð voru í um­rædd­um hluta­bréfaviðskipt­um.

Ítar­lega um­fjöll­un má finna í nýj­asta tölu­blaði Stund­ar­inn­ar sem kom út í dag.

Stjórn FL Group árið 2005: Kevin Stanford varamaður, Magnús Ármann, …
Stjórn FL Group árið 2005: Kevin Stan­ford varamaður, Magnús Ármann, Sig­urður Bolla­son, Þor­steinn M. Jóns­son, Skarp­héðinn Berg Stein­ars­son og Smári S. Sig­urðsson varamaður. mbl.is/​Jim Smart

Hagnaðist veru­lega á söl­unni

Í um­fjöll­un um Sig­urð sem birt­ist í Morg­un­blaðinu árið 2005 seg­ir að Sig­urður og Magnús Ármann, sem hafi verið helsti sam­starfsmaður hans, hafi hagn­ast veru­lega á söl­unni á hlutn­um í Kar­en Millen. Þar með hafi verið lagður grunn­ur að frek­ari fjár­fest­ing­um þeirra.

Þá seg­ir að eft­ir þriggja ára bú­setu í Bretlandi hafi Sig­urður snúið heim fyr­ir skemmstu þar sem hann hugðist hafa aðal­heim­ili. „Ég fæst nú al­mennt við fjár­fest­ing­ar og mun halda því áfram þar sem ég kem auga á tæki­færi,“ sagði Sig­urður. Kraf­inn svara um áhuga­mál­in, svar­ar Sig­urður að „fjöl­skyld­an er núm­er eitt, tvö og þrjú.“

Sig­urður er fædd­ur í Reykja­vík árið 1973, son­ur Bolla Krist­ins­son­ar, kaup­manns, og Ástu Sig­urðardótt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK