Á annað tonn af kjöti í smakk

Kótelettan var haldin á Selfossi á dögunum í sjöunda skipti.
Kótelettan var haldin á Selfossi á dögunum í sjöunda skipti.

Kótelettan var haldin á Selfossi á dögunum í sjöunda skipti. Mikil gleði var í bænum enda fjöldi kjötframleiðenda að selja og kynna vörur sínar og var á annað tonn af kjöti gefið í smakk á hátíðinni.

„Það ríkir alltaf mikil stemmning í kringum Kótelettuna og hún er ekki síðri þegar kemur að Götugrillmeistarakeppninni sem nú var haldin í þriðja sinn á hátíðinni. Keppt var í tveimur riðlum, annars vegar kepptu áhugamenn við hver annan og svo fagaðilar innbyrðis en keppnin fer þannig fram að grillaður er einfaldur íslenskur matur á risastórum götugrillum sem Securitas útvegar okkur,“ segir Einar Björnsson, aðalskipuleggjandi Kótelettunnar.

Sigurvegarar að þessu sinni voru Elvar Geirsson í flokki áhugamanna og Hinrik Örn Lárusson í flokki fagaðila. Dómnefndarstörf voru í höndum bakarameistarans Jóa Fel, Vals Páls Vilborg frá Securitas, Önnu Margrétar Magnúsdóttur, sem sigraði í keppninni í fyrra, og svo Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra.

Við erum strax farin að skipulega Kótelettuna sem haldin verður að ári en Selfyssingar bíða alltaf spenntir og eins fær bærinn mikð af heimsóknum meðan á hátíðinni stendur,“ segir Einar.

Sigurvegarar að þessu sinni voru Elvar Geirsson í flokki áhugamanna …
Sigurvegarar að þessu sinni voru Elvar Geirsson í flokki áhugamanna og Hinrik Örn Lárusson í flokki fagaðila.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK