LSS verður Brú

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (LSS) hefur fengið nýtt nafn og nýja ásýnd. Sjóðurinn heitir nú Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga.

Ákveðið var í kjölfar stefnumótunarvinnu stjórnar og starfsmanna sjóðsins að finna nýtt og þjálla heiti fyrir sjóðinn, nýja ásýnd og að uppfæra heimasíðu sjóðsins.

Í tilkynningu segir að Brú sé lýsandi heiti fyrir lífeyrissjóð og rími vel við hlutverk lífeyrissjóðs: Að tryggja örugga afkomu sjóðfélaga sinna og létta þannig leiðina á milli æviskeiða. Brúin í merkinu á að endurspegla þessa tengingu æviskeiðanna. Litirnir eiga þá að lýsa lífsgleði og hinum fjölbreyttu verkefnum sem sjóðfélagar sinna í samfélaginu. Þá sé Brú einnig gott heiti á sjóði, sem ávaxtar lífeyri starfsmanna sveitarfélaga um allt land og minni á þær fjölmörgu brýr sem tengja sveitarfélögin hvort sem átt er við samgöngur eða samstarf þeirra á milli.

Tíundi stærsti stjóðurinn

Brú lífeyrissjóður er tíundi stærsti lífeyrissjóðurinn á landinu en hann hefur jafnframt umsjón með rekstri Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, en heimasíður þeirra sjóða voru einnig uppfærðar af þessu tilefni.

Brú lífeyrissjóður varðveitir réttindi fyrir um áttatíu þúsund sjóðfélaga, en þar af eru að meðaltali sextán þúsund sjóðfélagar sem greiða mánaðarlega til sjóðsins og fjöldi lífeyrisþega er um fimm þúsund.

Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2015 var um 114 milljarðar króna. Í árslok 2015 nam hrein eign allra þriggja framangreindra sjóða 191 milljarði króna og fjöldi sjóðfélaga með réttindi í sjóðnum er um 97 þúsund.

Nýju heimasíðuna má skoða hér en slóðin er www.lifbru.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK