Tekjudreifing í samfélaginu breyttist lítið á síðasta ári

Aldurshópurinn 25-34 ára hefur dregist hlutfallslega aftur úr.
Aldurshópurinn 25-34 ára hefur dregist hlutfallslega aftur úr. mbl.is/Árni Sæberg

Svokallaður Gini-stuðull, sem mælir dreifingu ráðstöfunartekna á Íslandi, hækkaði á síðasta ári úr 22,7 í 23,6.

Breytingin er það lítil að ekki er hægt að draga þá ályktun að ójöfnuður hafi aukist á milli ára, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Gini-stuðullinn fyrir 2015 er jafnframt sá næstlægsti sem mælst hefur frá því hann var kynntur til sögunnar hér á landi árið 2004.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að skýrt samband sé á milli aldurs og ráðstöfunartekna á Íslandi, þar sem tekjur hækka með aldri fram að eftirlaunaaldri.

Á árinu 2015 var fólk yfir 64 ára aldri með lægst miðgildi ráðstöfunartekna, en næstlægst var miðgildið hjá aldurshópnum 25-34 ára. Ráðstöfunartekjur aldurshópsins 25-34 ára var 95,3% af miðgildi ráðstöfunartekna allra íbúa Íslands. Þessi hópur hefur dregist nokkuð aftur úr en árið 2004 nam þetta hlutfall 101,9%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka