Bakarí borið út á föstudag

Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakarí
Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakarí mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Bernhöftsbakarí verður borið út úr húsnæði sínu í Bergstaðastræti á föstudag en eigandi þess er með annað húsnæði í grenndinni í sigtinu og vonast til að fá fljótlega svör.

Eins og fram hefur komið tapaði fyrirtækið máli gegn eig­end­um hús­næðis­ins fyr­ir Hæsta­rétti Íslands í byrjun júní. Bern­höfts­bakarí hef­ur verið í nú­ver­andi hús­næði að Bergstaðastræti 13 frá ár­inu 1983 en sjálft fyr­ir­tækið er 182 ára gam­alt í ár. Hæstiréttur dæmdi kaupsamning sem bakaríið hafði gert um húsnæðið ógildan sökum þess að fyrirvarar sem eigandi hafði gert við samninginn gengu ekki eftir en þeir sneru að byggingarheimildum í húsinu. Sagði eigandinn leigusamningi bakarísins upp í kjölfarið.

Frétt mbl.is: Gæti lagt bakaríið að velli

Sig­urður Már Guðjóns­son, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís, hefur gert tilboð í annað húsnæði sem er einungis í um 500 metra fjarlægð og á eftir að fá lokasvör um málið. Hann segir húsnæðið tilbúið og telur að hægt væri að flytja starfsemina á um það bil viku.

Ef það gengur ekki verður leitinni haldið áfram og bakaríinu lokað í millitíðinni.

Sigurður þurfti að segja starfsfólki sínu upp um mánaðamótin og er það að vinna upp uppsagnarfrest um þessar mundir. Uppsagnir voru þó gerðar með fyrirvara um að nýtt húsnæði undir reksturinn myndi finnast. Segir hann gott starfsfólk vinna í bakaríinu og vill hann gjarnan bjarga störfum þess.

Bern­höfts­bakarí hef­ur verið í nú­ver­andi hús­næði að Bergstaðastræti 13 frá …
Bern­höfts­bakarí hef­ur verið í nú­ver­andi hús­næði að Bergstaðastræti 13 frá ár­inu 1983. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK