Ferðir til Almería felldar niður

Tvær ferðaskrifstofur hafa gripið til þess að fella niður sólarlandaferðir …
Tvær ferðaskrifstofur hafa gripið til þess að fella niður sólarlandaferðir vegna lítillar eftirspurnar.

Stjórnendur Heimsferða hafa ákveðið að draga úr framboði á ferðum til Almería í sumar og verður síðasta ferðin í dag. Framboðið á sólarlandaferðum hefur verið mikið auk þess sem Evrópumótið í Frakklandi hefur frekar leitt Íslendinga þangað.

Í frétt Túrista kemur fram að síðasta flugið til Almería á Spáni á vegum Heimsferða verður farið í dag og flugin þrjú sem eftir voru í sumar verða felld niður. Að sögn Tómasar J. Gestssonar, forstjóra Heimsferða, verður farþegum sem áttu bókað far til Almería gert kleift að fara þangað í gegnum aðra flugvelli eða þeim boðið að nýta sér aðra kosti sem í boði eru.

Á dögunum ákváðu for­svars­menn ferðaskrif­stof­unn­ar Naz­ar að fella niður allt flug til Tyrklands frá miðjum júní en upphaflega stóð til að bjóða upp á vikulegar brottfarir í allt sumar. 

Frétt mbl.is: Fækka Tyrklandsferðum um nærri helming

Frétt mbl.is: Sólarferðir á slikk

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK