Fabrikkubíll við komusalinn

Veitingabíll Fabrikkunnar hefur staðið fyrir utan komusalinn í eina viku …
Veitingabíll Fabrikkunnar hefur staðið fyrir utan komusalinn í eina viku og verður þar í nokkra daga í viðbót. Mynd af Facebook-síðu Baklands ferðaþjónustunnar

Veitingabíll frá Hamborgarafabrikkunni hefur staðið fyrir utan komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í eina viku en ekki var haldin samkeppni um plássið líkt og með önnur rými í flugstöðinni. Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, er um tilraunaverkefni að ræða og að því loknu verður tekin afstaða til þess hvort þessu verði haldið áfram í einhverri mynd.

Guðni bendir á að ekki sé pláss fyrir aukna veitingasölu inni í komusalnum líkt og staðan er í dag og er því verið að reyna auka úrvalið fyrir farþega og starfsmenn með öðrum hætti. Hann bendir á að vagnar sem þessir séu við flugvelli víða erlendis og nefnir til dæmis Barcelona og Berlín.

Aðspurður um samkeppni um plássið segir hann að fyrirkomulagið verði skoðað þegar tilraunatímabilinu lýkur. 

Ekki hafa verið teknar saman rekstrartölur úr vagninum og árangurinn liggur því ekki ljós fyrir en Guðni telur að aðsóknin hafi verið ágæt, bæði meðal starfsfólks og farþega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK