Tryggingagjald lækkaði 1. júlí

Tryggingagjaldið er 6,85% eftir breytinguna.
Tryggingagjaldið er 6,85% eftir breytinguna. mbl.is/Golli

Trygg­inga­gjald var lækkað um 0,5 pró­sentu­stig 1. júlí síðastliðinn, eða úr 7,35 pró­sent­um og niður í 6,85 pró­sent. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins segja þetta mik­il­vægt fyrsta skref en hvetja stjórn­völd til að standa við síðari lækk­un­ar­áfanga.

Á grund­velli sam­komu­lags Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við stjórn­völd um lækk­un trygg­inga­gjalds á næstu árum und­ir­rituðu sam­tök­in kjara­samn­ing 21. janú­ar 2016 við ASÍ og aðild­ar­fé­lög þess. Sam­komu­lagið bygg­ir á ramma­sam­komu­lagi aðila vinnu­markaðar­ins frá 27. októ­ber 2015 og fel­ur m.a. í sér hærri al­menn­ar launa­breyt­ing­ar og aukið mót­fram­lag at­vinnu­rek­enda til líf­eyr­is­sjóða.

Aft­ur sama lækk­un 2017 og 2018

Sam­komu­lag­inu er ætlað að mæta að hluta aukn­um fram­lög­um at­vinnu­lífs­ins til líf­eyr­is­mála og fól í sér að trygg­inga­gjaldið myndi lækka um 0,5 pró­sentu­stig um mitt ár 2016 og um sama hlut­fall árin 2017 og 2018 að gefn­um for­send­um um lækk­un skulda rík­is­ins. Þannig yrði gjaldið komið í svipað horf á ár­inu 2018 og það var fyr­ir banka­hrunið.

Að mati SA var lækk­un trygg­inga­gjalds nauðsyn­leg for­senda þess að geta mætt kröf­um um enn meiri launa­hækk­an­ir og jöfn­un líf­eyr­is­rétt­inda milli al­menna og op­in­bera vinnu­markaðar­ins án þess að raska efna­hags­leg­um stöðug­leika. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK