Gjaldþrota eftir þrjá mánuði

Veitingastaðurinn var á Skugga hóteli við Hverfisgötu.
Veitingastaðurinn var á Skugga hóteli við Hverfisgötu. mbl.is/Styrmir Kári

Veitingastaðurinn Skuggi Italian Bistro hefur verið úrskurðaður gjaldþrota eftir einungis þriggja mánaða rekstur. Staðurinn var opnaður um miðjan mars en honum var lokað á dögunum.

Veitingastaðurinn var í húsnæði Skugga hótels við Hverfisgötu sem var opnað í september síðastliðnum og er í eigu KEA hótela.

Í Lögbirtingarblaðinu í dag er greint frá því að félagið Skuggi Italian Bistro ehf. hafi verið úrskurðað gjaldþrota 28. júní síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Veitingastaðurinn var í sjötíu prósenta eigu félagsins Einibers ehf. og þrjátíu prósenta eigu Söru Kamban Reginsdóttur. Einiber ehf. er í eigu Lilju Ragnhildar Einarsdóttur og Davíðs Mássonar. Félagið var stofnað 1. janúar sl. en líkt og áður segir var staðurinn opnaður í mars.

Einkaþjálfarinn og höfundur LKL-bókanna „Lágkolvetnalífsstíllinn 1 og 2“ og „Kolvetnasnauðir hversdagsréttir“, Gunnar Már Sigfússon, sá um eldhúsið á veitingastaðnum. Á matseðlinum var ítalskur matur með bistro-ívafi.

Samkvæmt upplýsingum frá hótelinu stendur að minnsta kosti ekki til að opna nýjan veitingastað í rýminu í nánustu framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK