Bréf Nintendo halda áfram að hækka

AFP

Hlutabréf í japanska félaginu Nintendo hafa hækkað um yfir 50% í verði eftir að Pokémon-snjallsímaforritið kom út. Ekkert lát virðist vera á hækkuninni en bréfin fóru upp um 16% í verði á mörkuðum í Asíu í nótt og í morgun.

Heildarhækkunin er því 56% frá því að markaðir lokuðu á föstudag í síðustu viku, daginn sem leikurinn kom út.

Alls jókst verðmæti Nintendo um 25% strax á mánudag.

Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda og bætast nýir notendur við á hverjum degi.

Í Pokemon Go eiga spil­ar­ar að leita að og hremma Pokémon­fíg­úr­ur í raun­heim­um með hjálp sýnd­ar­veru­leika­tækni. Leik­ur­inn er ókeyp­is en hægt er að kaupa ýmsa auka­hluta í smá­for­rit­inu. Það er nauðsyn­legt til þess að geyma, þjálfa og láta fíg­úr­urn­ar berj­ast við aðrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK