Gamla góða Nintendo-leikjatölvan er væntanleg aftur á markað nema í smærri umbúðum. Nintendo tilkynnti í dag að von væri á hinni klassísku „Nintendo Entertainment System: NES Classic Edition“ leikjatölvu á markað hinn 11. nóvember næstkomandi. Gripurinn mun kosta tæpa 60 dollara, eða um 7.300 krónur á núverandi gengi.
Tölvan er minni en hún var í gamla daga og hægt verður að tengja hana beint við sjónvarp með HDMI-snúru. Fjarstýringin verður sambærileg þeirri gömlu en einnig verður hægt að tengja hana við Nitendo Wii-fjarstýringu.
Leikjatölvan kom upphaflega út árið 1983 í Japan og fylgdi útgáfa í Bandaríkjunum tveimur árum síðar. Hún var tekin úr sölu árið 2008 og þykir hálfgerður safngripur í dag.
Tölvan verður með þrjátíu innbyggðum leikjum en þeir eru eftirtaldir:
- Balloon Fight
- Bubble Bobble
- Castlevania
- Castlevania II: Simon's Quest
- Donkey Kong
- Donkey Kong Jr.
- Double Dragon II: The Revenge
- Dr. Mario
- Excitebike
- Final Fantasy
- Galaga
- Ghosts'N Goblins
- Gradius
- Ice Climber
- Kid Icarus
- Kirby's Adventure
- Mario Bros.
- Mega Man 2
- Metroid
- Ninja Gaiden
- Pac-Man
- Punch-Out!! Featuring Mr. Dream
- StarTropics
- Super C
- Super Mario Bros.
- Super Mario Bros. 2
- Super Mario Bros. 3
- Tecmo Bowl
- The Legend of Zelda
- Zelda II: The Adventure of Link