Buffet gefur milljarða enn á ný

Warren Buffet.
Warren Buffet. AFP

Fjárfestirinn Warren Buffet gaf nýlega 2,9 milljarða dollara, um 357 milljarða króna, til góðgerðarmála. Með þessu slær hann fyrra góðgerðarmet frá júlí í fyrra þegar hann gaf 2,84 milljarða dollara. Í júlí 2014 gaf hann 2,8 milljarða dollara.

Allar gjafirnar eru í formi hlutabréfa í fjárfestingafélagi hans, Berkshire Hathaway, og miðast andvirðið við gengi þeirra við lokun markaða í gær.

Gjöfin rennur til fimm góðgerðarmálefna og stærsti hlutinn fer til samtaka Bill og Melindu Gates. Góðgerðarsamtök þeirra eru þau stærstu í heimi og einblína á að útrýma fátækt, bæta skólakerfið í Bandaríkjunum og varnir gegn sjúkdómum á borð við alnæmi og malaríu. 

Eftir gjöfina eru auðæfi Buffets metin á 65,6 milljarða dollara og er hann þriðji ríkasti maður heims.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK