Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá veitingastaðnum Silfur í Hafnarfirði og leiddi skoðunin í ljós að matseðil vantaði við inngöngudyr auk þess sem ekki voru tilgreindar magnupplýsingar drykkja.
Í mars síðastliðnum var framkvæmd önnur skoðun hjá veitingastaðnum og kom þá í ljós að ekki hafði verið bætt úr merkingum. Gerðar voru athugasemdir við að magnupplýsingar vantaði fyrir léttvínsglös og gos á drykkjarseðil.
Neytendastofa lagði því fimmtíu þúsund króna stjórnvaldssekt á Silfur.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér